Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 8
294
KIRKJURITIÐ
Sr. Jes var þjónandi prestur að’eins rúman áratug, en bæði
í prestsstarfi sínu og ella lilaut liann almannalof.
Sr. FriSrik Friðriksson, dr. theol., lézt 9. marz s. 1., nálega
93 ára að aldri, f. 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaðardal. Hann
vígðist aldamótaárið til prestsþjónustu á Laugarnesspítala og
annaðist þá þjónustu í 8 ár. Hann hefur oft gegnt prestsstörf-
um í ýmsum prestaköllum í ígripum, en þó var J>að annað
starf lians innan kirkjunnar, sem markaði hin miklu spor.
Mun ég hér engu frekar auka eftirmæli hans. Þar féll sá,
sem oss er mestur heiður og blessun að liafa átt að’ hróður.
Einum þjónandi presti eigum vér á hak að sjá, sr. SigurSi
M. Péturssyni, er varð bráðkvaddur 3. okt. 1960, tæplega fertug-
ur. Hann fæddist að Tungukoti á Vatnsnesi, Húnavatnssýslu, 20.
okt. 1920. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Theódór Jóns-
son, bóndi, og Kristín Jónsdóttir. Stúdentsprófi lauk hann
1941, en embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1946.
Sama ár vígð'ist hann til Breiðabólsstaðar á Skógaströnd. Fékk
lausn árið 1956 sakir vanheilsu, en var veitt sama prestakall
að' ári lið'nu að' undangenginni lögmætri kosningu og þjón-
aði hann því, unz hann féll svo sviplega frá á s. 1. liausti.
Hann kvæntist 1953 Arnhjörgu Eysteinsdóttur frá Litla-Langa-
dal á Skógaströnd og lifir hiin mann sinn ásamt einni dóttur
Jieirra.
Sr. Sigurður Pétursson átti við vanheilsu að etja, sem liáði
Jiví, að liann fengi alltaf notið sm. En mannkostir hans duldust
engum, sem kynntust lionum, hjartahlýja hans, ljúflyndi og
hógværð'. Hann var harmdauði sóknarhörnum og starfsbræðr-
um.
Þessum látnu bræðrum vottum vér virðingu og Jiökk með
því að rísa úr sætum.
Þessar prestsekkjur liafa látizt á árinu:
SigríSur Kjartansdóttir, ekkja sr. Jakobs Lárussonar í Holti
undir Eyjafjöllum, andaðist 31. júlí 1960, 75 ára að aldri,
fædd á Húsavík 6. febr. 1885.
Ásdís Rafnar, ekkja Sr. Friöriks J. Rafnar, vígsluhiskups,
andaðist 30. sept 1960, nálega 73 ára, f. 19. okl. 1887.
Bentína Björnsdóttir Hallgrímsson, ekkja sr. Friðriks Hall-