Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 50
Aðalfundur Prestafélags Islands Aðalfundur Prestafélafís íslands var haldiun í liátíðasal Há- skólans þriðjudaginn 20. |).ju., daginn fyrir setningu presta- stefnunnar. Var fyrst gengið í Kapelluna til morgunbæna, sem sr. Guðmundur Guðmundsson á IJtskálum slýrði. I upphafi fundarins flutti formaður félagsins, sr. Jakob Jóns- son, skýrslu um störf liðins árs. Voru síðan rædd félagsmál, m.a. útgáfa Kirkjuritsins. Þá flutti formaður framsöguerindi um starf kirkjunnar við breytta |)jóðfélagsl)ætti, en það var aðal- mál fundarins að ])essu sinni. Eftir miklar umræður var ltorin fram og samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Prestafélags Islands, haldinn í Reykjavík 20. júní 1961 samþykkir að kjósa 5 manna nefnd innan félagsins til undirbúnings endurskoðunar á starfsskipan, starfsháttum og fjárhagsgrundvelli Þjóðkirkjunnar, og skili nefndin áliti til næsta aðalfundar félagsins“. I nefndina voru kosnir: Sr. Jakob Jónsson, sr. Jónas Gísla- son, sr. Ólafur Skúlason (ritari nefndarinnar), sr. Sveinhjörn Högnason og dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor (sem er for- maður nefndarinnar). Ennfremur var samþykkt þessi tillaga: „Fundurinn skorar á kirkjustjórnina að framfylgja taf- arlaust lögum um fjölgun ])resta í þétthýlinu, ])ar sem tilskilin mannfjölgun er fyrir hendi“. tJr stjórn áttu að ganga: Sr. Jón Þorvarðsson og sr. Sigurjón Árnason. Voru ]>eir háðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Sr. Gunnar Árnason, sr. Jakoh Jónsson og sr. Sigurjón Guðjóns- son, prófastur. Um kvöldið var sameiginleg kaffldrykkja á Hótel Garði fyrir presta og prestskonur. Aðalræðu vfir horðum flutti sr. Friðrik A. Friðriksson, prófastur á Húsavík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.