Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 41
Þýzki kirkjudagurinii (Frásögn Reinholds von Thadden-Trieglaff) tti' TLA má, aft' þar sem ég er forvígismaður og forseti þýzka Kirkjudagsins, muni menn gruna mig um að liafa sérstakt dá- laeti á miklum fjöldafundum. En sannleikurinn er sá, að ég sem gamall sveitamaður, er að eðlisfari frábitinn því að vera í meir en fimmtíu manna liópi. Þess vegna liljómar J)að líkast öfugmæli, að ég skidi liafa orðið upphafsmaður þessarar fjölda- hreyfingar. Hvernig vildi J)að til? Mér finnst ég muni geta skýrt það á einfaldastan liátt með því, að skýra frá nokkrum atvikum ævi minnar. Eg hefi alltaf liaft mikinn áliuga á fólki og raunar gert allt, sem ég liefi getað til J)ess að komast í sem nánast samband við jiað. Þetta kom strax í ljós, þegar ég var ekki nema ellefu ára gamalt barn. Þá urðu mín fyrstu kvnni af Iífi fanganna. Móðir mín var Jieirrar skoðunar, að ég mundi hafa gott af því að sjá meira af lífinu en Jiað velsældarástand, sem ríkli á liinum mikla búgarði föður míns. Þess vegna kom liún mér fyrir á heimili eins skólabróður míns, en faðir lians var fangavörður. Þetta var í smáþorpi lieiina í Pommern. Fjölskyldan var ekki svo stæð, að lnin gæti boðið mér upp á sérstakt gestaherbergi, heldur var ég látinn sofa í lausum fangaklefa með járngrind- >1111 fyrir glugganum! Og heimilisfólkið umgekkst fangana svo mikið, að ég stóð í nánum kunningsskap við afbrotamennina, l>au tvö ár, sem ég dvaldi þarna. Og þar lagði ég grundvöll að þekkingu minni á lífinu og kjörum almennings. Og Jiegar ég svo Jirjátíu árum síðar var sjálfur hnepptur í fangelsi á dögum Hitlers vegna kirkjustríðsins, var ég })ví þakklátur, að mér skyldu ekki koma þær kringumstæður neitt á óvart. Ég ásann- aði þá, að Guð fer stundum kynlegar leiðir til að undirhúa oss undir ætlunarverk vort.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.