Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 48
334 KIRKJURITIÐ og leikmenn, taki að kynna sér hina háþróuðu tækni sjón- varpsflutnings, til þess aS einhverjir verði til taks, þegar sjón- varpið lieldur innreið sína í landið. I setningarræðu sinni gat hiskup nokkurra nýniæla. Dr. pliil- Róbert Ottósson liefur verið skipaður í enibætti söngmála- stjóra, sem staðið liefur óveitt frá andláti liins ötula og far- sæla manns Sigurðar Birkis. Það er mikið happ kirkjunni að fá að njóta starfskrafta svo liámenntaðs rnanns sem Dr. Róberts, sem er brennandi í andanum um fegrun messunnar og um það, sem ef til vill skiptir mestu á þessu stigi málsins: innleiðslu liins almenna kirkjusöngs og þátttöku safnaðarins i guðsþjónustunni. Flutti liann fallegt og athyglisvert erindi, en jiessir Iilutir eru enn ofnýjir til þess, að unnt sé að gera sér grein fyrir því livert stefnir. Það er þó vissulega liöfuðnauðsyn, að kirkjan eignist aftur almenna bænabók, þ. e. almenna messu- söngsbók, eins og jiróf. Jóhann Hannesson minnti á; en verk- efnið er risavaxið. Að aflokimii jjrestastefnu tæmast göturnar aftur hér i suðurbænum og maður saknar hinna glöðu manna. Prestarnir hafa lialdið til starfs í sínum söfnuðum. Kjör prestanna eru erfið og starfsaðstaða þeirra slæm; það jjekki ég af kynnuni mínum við Jiá. Söfnuðirnir ættu því að gera rneiri kröfur til sjálfra sín og færri til jjrestanna. En eitl vil ég minna á: Verkefni prestsins er fyrst og fremst jiað að flytja fagnaðar- erindið um herra kirkjunnar. Það er gamalt fagnaðarerindi, sem á liverri öld þarf að færa í nýjan búning. En Jiessu má ekki snúa við og prédika nýtt fagnaðarerindi í gömlum hún- ingi. Fyrirkomulag prestastefnunnar var með líku sniði og verið hefur undanfarna áratugi: frantsöguerindi og síðan stutt máls- innlegg Jieirra, sem kjósa að taka til máls. Tvennt mælir Jiess- ari skipan í gegn og gerir raunar — að minni Iiyggju — breyt- ingu nauðsynlega: (1) Ræður Jieirra, sem taka til máls í frjáls- um umræðum, verða einatt sjálfstæðar, hver út af fyrir sig? en stuðla ekki að málefnalegum umræðum um vandamálið, sem fyrir liendi er, umræðum sem stefni að ákveðnu marki og leiti eftir tiltekinni lausn á afmörkuðum vandamálum, og (2) margir og raunar flestir verða með jiessu móti óvirkir hlust-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.