Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 317 Þar má kalla prestana máttarstólpa. Víst hvílir livað mest á þeim og voðinn vís, ef þeir bila. En það varðar líka engn minna hvernig grunnurinn er og hliðarveggirnir og þakið — og sjálfur mœnirásinn. Þetta allt eru söfnuðirnir — liinir einstöku meðlimir þeirra, frá þeim *ðsta til þess lægsta. Óvíða eru leikmennirnir almennt jafn tómlátir uin mál kirkjunnar og tregir til að sniiast til sóknar og varnar kirkj- nnni og liérlendis. Það verður ekki mikill livellur almennt talað — meira að segja út af öðrum eins ummælum og Furtsevu. Því er gott, ef nú er blásið til liúsþings og lierútboðs í and- legum skilningi. Mér er hvorki ætlað, né er ég þess fær, að vera í herforingja- ráðinu né í fremstu víglínu. En hins langar mig til að vera ekki samt sá allra aftasti. Horft til vetiurs Kirkjan hefur löngum ])ótt fara sér hægt — lítill skriður vera á skipi hennar. Ósjaldan um það kvartað, að hún fylgist ekki með tímanum. Víst er þess þörf að vissu leyti og á sumum sviðum, að svo sé gjört, þótt aðgæzla og ílialdssemi eigi líka rétt á sér hjá stofnun, sem falið er að flytja ótímabundinn boðskap og gæta sígildra erfða. En þegar svo að segja er stokkið á milli alda og henzt af einu menningarskeiðinu á annað, líkt og nú á sér stað, veröur þess ekki dulizt að kirkjan verður meira og minna að hreyta 11 ni starfshætti, eins og þjóðfélagið. Að þessu hefur iðulega verið vikið hér í ritinu á undanförnum árum. Það er því gleði- legt að liafa tilefni til að undirstrika þau tíðindi, sem frá grein- lr bæði í fréttunum af prestastefnunni og prestafélagsfundin- «m, að aðalumræðuefni prestanna nú, er vandi kirkjunnar eins °g málin liorfa í þjóðfélaginu í dag. Og að jafnframt brennur su spurning í hugum manna, livaða nýjar leiðir er unnt að fara, til þess að fá allan þorra manna til að sinna eilífðarmál- unum í kristilegum skilningi. En þau mál snerta fyrst og fremst lífið í þessum lieimi, þótt liinn sjáist í hillingum framundan. Hvor fundurinn um sig kaus nefnd til að athuga aðstæður

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.