Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 35
Gústav A. Jónasson
ráftu n eytisstjóri
f. 18. 8. 1896 — d. 13. 7. 1961
ÍÍa N N varð bráðkvaddur í Höfn, nýstiginn í land af Gullfossi. Hafði
anim saniau verið helsjúkur, þótt liann ynni umkvörtunarlaust skyldustörf
S|n, þegar, og á meðan, sætt var.
Einn af virðingannestu og mikilsvirtustu embættismönnum ríkisins,
niaður, sem þegar í æsku vann sér mikla tiltrú og átli hana jafnan síðan.
Manna hóglátastur í fraingöngu en miklu áhrifameiri en lá í augum uppi.
Eögreglustjóri í Reykjavík skamma hríð Síðan (skrifstofu-) ráðuneytis-
sljóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 7. 9. 1936.
Ejórðung aldar að kalla var hann sá, veraldlegra manna, sem mest kom
v*ð kirkjumálin, hin ytri öll. Hægri hönd margra kirkjumálaráðherra, með-
starfsmaður fjögurra hiskupa og sá valdsmaðurinn, sem allir prestar áttu
ðtal sporin til.
Hann var vel til þessa fallinn í því, sem hvað mestu skipti: Gáf-
aður og góðgjarn, vel menntað-
ur, víðsýnn og frjálshuga. Hrjúf-
ur í orði á stundum, en undir
niðri góðlátlega glettinn og sann-
ur mannúðarmaður.
Viss íhaldssemi var honum í
l)lóð liorin, kominn af hyggnum
og atorkusömum ])ændum. Þólti
hann því óneilanlega fastheldinn
á fé í garð prestastéttarinnar. En
þess skyldi gætt að það var hon-
um skammtað úr luiefa þingsins
og á ráðadögum lians gerðust
miklu örari og slórfelldari hylt-
ingar í þjóðlífinu öllu, en nokk-
ur áttaði sig jafnharðan á, né hef-
ur neinn kunnað að leysa í kasti
allan þann vanda eða vitað að fnll-
nægja hverri kröfu, sem af þeim
leiddi.
Hann l>ar trú sína ekki á torg,
en var þó kirkjunni trúr sonur.
Fyrir drenglyndi sitt er hann
nú tregaður af inörgum. Ég vona,
að hann hafi nú í fyllstu merk-
ingu komið heill af liafi, og l)ið
honum eilífrar hlessunar. — G. A.
21