Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ
299
læri býð hann velkominn í stöð'u sína og starf.og bið lionum,
lilutaðeigandi söfnuði og kirkjunni í beild, giptu og farsælla
nytja af þessu ráði.
l isitazia biskups
A s. 1. sumri fór ég yfir Barðastrandarprófastsdæmi og visi-
teraði allar sóknir þar. Geymi ég þaðan góðar minningar um
lagrar byggðir og alúðlegt manndómsfólk, sem fjölmennti í
kirkjur sínar og tók lifandi þátt í því, sem þar fór frain. Auk
prestanna og lieimila þeirra er mér einkum kært að minnast
karnanna og ungmennanna, sem komu til fundar við mig í
kirkjurnar.
Kirkjuvígslur
Óvenju margar kirkjur bafa verið vígðar eða endurvígðar
á liðnu ári, eða 10 alls. Tel ég ólíklegt, að önnur ár fari fram
Ur þessari tölu, alltjent á síðari öldum. Þessar kirkjur eru:
Bergsstaðakirkja í Húnavatnspróf., vígð 16. júlí eftir gagngera
endurnýjun, Skálmarnessmúlakirkja í Barðastrandarpróf.,
vígS 7. ágúst, nýbyggð, Kálfafellskirkja, V.-Skaft., vígð 21.
;,gúst, umbætt og stækkuð, Hofsósskirkja, Skag., vígð 28. ágúst
nýbvggð, — þar befur ekki verið kirkja fyrr, — Dalvíkurkirkja,
nýreist, vígð 11. sept., kemur í stað Upsakirkju, sein þó stend-
l,r enn, Sólheimakapella, V.-Skaft., vígð 24. sept., nýreist, kirkja
Var áður á Sólbeimum en sóknin var sameinuð annarri.Fíaf-
eyjarkirkja, S.-Þing., vígð 17. júlí. Hana vígði liéraðsprófastur.
Kirkja var áður í Flatey, en undir aldamótin síðustu var hún
óutt að Brettingsstöðuin, Flateyjardal. Sú sókn fór í eyði og
'ar kirkjan ofan tekin og viður fluttur til Flateyjar aftur. Að
tnestu er þetta þó ný kirkja. Grenivíkurkirkja, S.-Þing., end-
urbyggð í sarna formi og áður, vígð 23. okt. af vígslubiskupi
Óólastiftis. Árbœjarkirkja, vígð 16. apríl, tilbeyrandi byggðar-
8afni Reykjavíkurbæjar, en heimil sóknarpresti og þeim sókn-
arrnönnum Lágafellssóknar, sem næstir eru, til afnota. Þetla
er torfkirkja og er fyrirmyndin síðasta torfkirkjan að Silfra-
stöðum í Skagafirði og nokkuð af viðum og munum þaðan.
Koks er Vlfljótsvatnskirkja, Ám., stækkuð og endumýjuð, vígð
“1- niaí.