Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 10
296 KIRKJURITIÐ var veittur Siglufjörður ári síðar, en annað prestsembættið á Akureyri 1954. Sr. Sigurjón Einarsson, sem vígðist til Brjánslækjarpresta- kalls 22. nóv. 1959, fékk lausii frá 1. des. 1960. Sr. Bergur Björnsson, prófastur í Stafliolti, liefur fengið lausn frá 1. okt. n. k. að telja, eftir 30 ára prestskap. Hann vígðist lil Breiðabólsstaðarprestakalls, Snæf., 27. sept. 1931, en var veitt Stafbolt 1937 og befur þjónað því kalli síðan, frá 1945 jafnframt jirófastur í Mýrajjrófastsdæmi. Sr. lngvar SigurSsson, prófastur að Desjarmýri, er leystur frá embætti frá 1. júní þ. á., en liefur verið settur til þess að þjóna Desjarmýrarprestaalli lii 30. sept. n. k. Hann er aldurs- forseti þjónandi jjresta, 74 ára að aldri. Hann vígðist til Desjarmýrar 29. sejJt. 1912 og hefur þjónað því kalli síðan. Tvö árin síðustu Iiefur liann jafnframt verið settur jirófastur í N.-Múlajirófastsdæmi. Sr. Halldór Kolbv.ins í Vestmannaeyjum fékk lausn frá fardögum eftir 40 ára prestsskap. Hann vígðist til Flateyjar á Breiðafirði 28. maí 1921, var veittur Staður í Súgandafirði 1925, Mælifell 1941 og Ofanleitisprestakall í Vestmannaeyj- um 1945. Hann var skipaður jirófastur í Vestur-lsafjarðar- jirófastsdæmi 1941. Um leið og vér þökkum störfin í þjónustu kirkjunnar biðj- um vér þessum bræðrum góðra lieilla framvegis. Sr. Jón Kr. Isjeld, jirófastur á Bíldiulal, sem liafði leyfi frá embætti vetrarlangt sakir vanbeilsu, beiddist lausnar frá far- dögum, en tók jafnframt setningu í Æsuslaðaj>restakal 1 í Húnavatnsprófastsdæmi. Sr. Rögnvaldur Finnbogason, sem var veitt Mosfellsjiresta- kall, Arn., 1. sejjt. 1959, beiddist lausnar frá fardögum þ. á. Hann befur nú verið seltur til þess að þjóna Valþjófsstaða- jirestakalli í S.-Múl. Hinn 18. des. var guðfræðikandidat Jón Hnefill ASalsteins- son vígður til jircsts og jafnframt skipaður preslur í Eski- fjarðarprestakalli. Sr. Jón er fæddur að Vaðbrekku í Jökuldal 29. marz 1927, sonur bjónanna Aðalsteins bónda Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1948, kandidatsprófi við lieimspekideibl Stokkliólmsbáskóla 1958 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands vorið 1960.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.