Kirkjuritið - 01.07.1961, Blaðsíða 28
KIRKJURITIÐ
314
illa mannlegra samskipta vekja lijá oss ]>rá eftir friði og kyrrð.
Og tómleiki efnislegra þæginda vekur oss æðri þrá.
Hér þarf að svala nýjum þörfum, eða öllu lieldur göml-
úin þörfum, sem ofurlítið liafa gleymzt. Og liér vil ég benda
á tvenns konar atlivarf, sem vér eiguin völ á.
Aniiars vegar er hið mikla musteri náttúrunnar. Gangið út
á stjörnubjörtu kvöbli og liorfið á dýrð liiminsins. Horfið á
þögul og dulúðug fjöllin. Horfið lengi og blustið, og þið mun-
ið öðlazt reynslu, sem þið gleymið ekki ævilangt. Slíkt er eí
til vill ekki bægt nema á einstaka náðarstundum. En það er
þess virði að reyna það.
Hitt atbvarfið er kirkjan. Kirkja á að vera heilagur griða-
staður í ókvrrð daganna. Þangað eigum vér að sækja sálarró,
sem ekki er aðeins boll þreyttum taugum og gæti jafnvel
bjargað lífi sumra, lieldur á liún einnig að lijálpa oss til að
safna tvístruðum liuga og finua sjálfa oss. Hér eigum vér, í
auðmýkt, að mæta frammi fyrir dularafli, sem vér öll lútum,
livaða nafn sem vér viljum gefa því. Hér eigum vér að sam-
eina liugina í söng og bæn. Engan söng þekki ég, sem á jafn
friðandi mátt og sálmasöngur. Dragandi tónarnir, sem minna
á nið aldanna, seiða og sefa hugann og bera liann til ókunnra
stranda. Og samstilling buganna í þögn og bæn á að lijálpa
oss til að gleyma sjálfum oss, svo að vér getum sameinazt
liinni miklu uppsprettu allra liluta. Þá fvrst komumst vér í
sátt við sjálfa oss og tilveruna og getum orðið snortin af þeim
anda friðar og kærleika, sem ýmsir göfugustu andans menn
allra tíma liafa talið, að væri innsti kjarni allrar veru.
Þórarinn Björnsson
Lít á þann, sem vekur alhygli þína á göllum þínum, söniu augum, ug
þann, sem bendir þér á mikla fjársjóði. — Búdda.
Maðurinn er það', sem hann er í Guðs augum, og hvorki meira né minna.
Frans jrá Assisi.