Kirkjuritið - 01.10.1969, Blaðsíða 14
Séra Jón Kr. Isfeld:
Séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason,
Ási við Sólvallagötu
(LíkrœSan)
NáS sé meS ySur og friSur frá Drottni vorum og frelsara Jesu
Kristi.
Það voru sannarlega mörg ritningarorð, sem leituðu á luiga
minn, þegar ég fór að íliuga, liver skyldi vera bakgrunnur og
yfirskrift þessarar kveðjustundar. Ég staðnæmdist við þessi
orð: „Jesú sagði: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“. Ég staðnæmdist
einmitt við þessi orð, því að ég tel, að þau liafi verið aðal
inntak boðskapar míns kæra vinar, séra Sigurbjörns, ekki
aðeins, þegar liann flutti sorgmæddum huggun, hehlur einnigi
þegar liann flutti ósærðum boðskap fagnaðaretrindisins. Þann-
ig boðaði liann Krist með útbreiddan kærleiksfaðm sinn.
Á fótstalli einnar fegurstu og jafnframt frægustu högg'
myndar veraldarinnar standa þessi orð, meitluð í marmarann:
„KOMIÐ TIL MlN“. Þetta listaverk táknar Krist, þar sein
liann breiðir út faðminn og býður öllum mönnum: „KomiS til
mín allir“. Þetta dásamlega listaverk, meitlað í kaldan steininm
hefir lirifið hugi tugþúsundanna, og ekki aðeins gefið þeim
íhugunarefni, lieldur einnig huggunarefni. Það liefir vakið