Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1969, Page 33

Kirkjuritið - 01.10.1969, Page 33
KIRKJURITIÐ 367 kvartað. Nái það yfirhöndinni fer um akur kristninnar eins °g garð, sem liætt er að hirða um. En því fer, sem betur fer fjarri, að allir taki því með kæru- ,Rysi. Umræðurnar um ástand þessara mála fara árvaxandi. Margs konar rannsóknir eru gerðar til að greina orsakir mein- anna og finna lækningu við þeim. Ungir og gamlir eiga J>ar ^hit að máli. Engu síður þeir ungu. Skoðanirnar eru að sjálfsögðu skiptar um orsakirnar og lir- haeturnar. Samt er tvennt, sem mikill meiri liluti innan kirknanna í Evrópu og Ameríku a. m. k. virðist vera sammála um. I fyrsta 1;,gi að kirkjan hafi stirðnað um of í vissum kenningarkerfum °g rígbundið sig meira en liollt er við ákveðin helgisiðaform. hess vegna verði að taka upp lífrænni hoðunarmáta og frjáls- ari helgisiði líkara því, sem var í frumkristni. Og gleyma ekki Predikuninni á stéttunum. í stað ítarlegra útskýringa nefni ég tvö nýleg dæmi, sem vísa 1 þessa áttina. í tilefni af biskupsvígslu, sem fram fór í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn á s.l. vori, hafa spunnizt miklar umræður í ^anmörku, Noregi og Svíþjóð. Margir málsmetandi menn, vígðir og óvígðir, utan kirkju og lr>nan lögðu J>ar orð í belg. Flestir tóku í sama strenginn. Þeim Einnst hégómlegt prjál og ótiIhlýðileg yfirborðsmennska setja allt of mikinn svip á þessa helgu atliöfn. Kirkjurnar væru 1'álfí’ylltar með alls konar boðsfólki m. a. stjórnmálamönnum °g herforingjum, sem aldrei stigu fæti inn fyrir kirkjudyr, ,lenia af slíku tilefni. Almennir safnaðarmeðlimir, J)ar á meðal beir, sem mestan hefðu áhugann á málefnum kirkju og kristni, vueniust fæstir í kirkjuna við svona tækifæri, þótt J)á langaði 1,1 þess. Og J)eir yrðu að láta sér lynda reykinn af réttunum eflir á. í*etta væri ekki leiðin til fólksins. Ekki skref á neinni sigur- hraut. Saenskt kirkjublað tók undir þessa gagnrýni nýlega. Það vað a. m. k. sex biskupsvígslur væntanlegar þar á næstu árum. æri skylt að athuga gaumgæfilega hvort ekki sýndist rétt að í?era j)ær Játlausari og í meiri samræmi við kristinn anda. ^ «Kirkjudeginum“ þýzka, þeim fjórtánda, sem haldinn var

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.