Kirkjuritið - 01.10.1969, Side 46
380
KIRKJURITIÐ
Stjórnendur fjölmiö'lunartækja voru minntir á þau iniklu áhrif, seni þau
sem slík liafa á mótun hinna ungu og þá ábyrgð er því fylgir, og aó efnis*
val þurfi að vanda sem mest.
Fundurinn áleit nauðsynlegt vera, aö þjóð, sem kennir sig við kristna
menningu og byggir á lífssannindum kristindómsins, liafi kristinfræði 1
öllum hekkjuin framhaldsskólanna sem skyldunám allt að stúdentsprófi
svo^ sem reglugerð mælir fyrir um.
Ánægja var látin í ljós með þá nýhreytni í sumarhúðunum að efna til
sumardvalar fyrir aldrað fólk. Vakin var athygli á húsmæðraskólanum á
Löngumýri í Skagafirði og æskulýðsfélagar minntir á að kynna sér starf*
semi skólans. Þá voru prestar hvattir til að hafa oftar altarisgöngur.
Guðsþjónustur voru í fimm kirkjum, Húsavík, Einarsstöðum, Ljósavatni?
Reykjahlíð og Skútustöðum. Frá hiskupi íslands herra Sigurliirni Einars-
syni hárust heillakveðjur, og risu fundarmenn úr sæti í virðingar- og
þakkarskyni og biskupi þökkuð störf hans og allur stuðningur við
Æ. S. K. í Hólastifti.
Einnig hárust fundinum kveðjur frá Samvinnutryggingum, og öðruiu
aðilum, er sýndu Sambandinu vinarhug sinn við þetta tækifærið. Sérstakar
þakkir voru færðar prófastshjónunum að Grenjaðarstað, séra Sigurði Guð*
mundssyni og Aðalbjörgu Halldórsdóttur fyrir mikið og fórnfúst starf er
þau liafa unnið á liðnum árum fyrir sumarbúðirnar, svo og inóttöku
fundargesta. Voru allir mjög hrifnir af sumarbúðunum og dvölin þar hiu
ánægjulegasta.
Formaður Æ. S. K. s.l. 10 ár séra Pétur Sigurgeirsson haðst undan
endurkosningu. Voru lionum þökkuð mikilvæg störf hans og farsæl forystR
á hinu liðna starfstímahili. Þessir voru kosnir í stjórn Æ. S. K. til tveggja
næstu ára: Form. Séra Sigurður Guðmundsson, séra Þórir StephenseiU
séra Birgir Snæhjörnsson, Ingihjörg Siglaugsdóttir og Pétur Þórarinsson-
I varastjórn séra Bolli Gústavsson séra Þórhallur Höskuldsson og Guð*
inundur Garðar Arthursson.
Æ. S. K. í Hólastifti var stofnað til þess að vekja æskuna til trúar á
Drottin vorn og Frelsara Jesúm Krist, og hvetja hana til þjónustu í kirkiu
hans. Að þessu marki liefir sambandið unnið. Það hefir átt stuðning yng«'í
sem eldri, áhuga og fórnfýsi. Þakkir voru fluttar og nafn Drottins lofað-
(Frétt frá Æ. S. K. í Hólastifti)•
ERLENDAR FRÉTTlR
Nýr hershöfSingi hefur tekið við stjórn Hjálpræðishersins, sá níuiuli 1
röðinni, Fyrstur var stofnandinn, William Booth. Sá áttundi hét Frederick
Coutts og lét af stöifum sakir aldurs.
Erick Wickberg, sem nú er seztur að völdum, er Svíi að ætt og uppruiia,
en hlaut þjálfun í Englandi og hóf starf í alþjóðadeildinni í Lundúnun1