Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1969, Page 50

Kirkjuritið - 01.10.1969, Page 50
KlftKJURITIÖ 384 liiskup íslands hefur í sumar vísiterað Snæfellsness-, Mýra- og Borgar- fjarðarprófastsdæmi. Hinn 31. ágúst sl. var þess minnzt nteð hátíðaguðþjónustu að liðin eru 20 ár frá vígslu Möðrudalskirkju. Prófastur, séra Sigmar Torfason, prcd- ikaði, en sóknarpresturinn, séra Ágúst Sigurðsson, flutti erindi um kirkju- sögu Möðrudals á Efra-Fjalli. Af þessu tilefni hafði Jón A. Stefánsson í Möðrudal látið mála kirkjuna utan og innan og hlaða upp grjótveggi um kirkjugarðinn. Ber hvort tveggja honum og frændum hans og vinum, sem að unnu, það óvenjulega vitni, sem lýsti sér í kirkjusmíðinni fyrir 20 árurn, en hún var franitak Jóns án safnaðarstuðnings, en aðeins einn bær er í sókninni auk Möðru- dals. Nú eru 13 manns í sókn Möðrudalskirkju. Þá bárust kirkjunni höfðinglegar gjafir frá Þórlialli Jónssyni í Möðru- dal og Rögnu konu hans, börnum hennar og barnabörnum: Hökull ti minningar um Guðmund Guðmundsson í Þingdal og Guðbjörgu Jóns' dóttur konu hans og Sigríði Arnbjarnardóttur móður Guðbjargar. AUan* klœSi og dúkur til minningar um Þórunni Vilhjálmsdóttur og Guðlaugu nióður hennar og 3 börn Þórunnar og manns hennar, Jóns A. Stefánssonar. Þóralugu eldri og yngri og ungan dreng. Prestur kirkjunnar þakkar þessar dýrmætu gjafir og vottar Jóni 1 Möðrudal virðingu fyrir þá fögru kirkju og kirkjugarð, sem hann let nú gera. Er hún að öllu leyti vel búin og Iiið fegursta Guðshús í eyðidýr' öræfanna. Organisti kirkjunnar undanfarin 20 úr er Kristín Axelsdóttir búsfreyj-1 í Grímstungu á Grímsstöðum á Fjöllum. Á. S. HéraSsfundir Múlaprófastsdœma voru haldnir á Eiðum 5. sept. sl. Ifóf|lSl þeir á messugerð í kirkjunni, séra Trausti Pétursson, prófastur Sunnm) inga, predikaði, en prófastur Norðmýlinga, séra Sigmar Torfason, þjónæ fyrir altari. Frú Sigríður Zóphoníasdóttir lék á orgelið. FundarritíU'1 Suður-umdæmisins var séra Ágúst Sigurðsson, en Norður- Þorkell Ellertsson skólastjóri á Eiðuin. Á báðum fundum urðu miklar umræðu' um skýrslur prófasta, reikninga kirkna og kirkjugarða og önnur m • o g Eftir afgr. þeirra var settur sameiginlegur fundur prófastsdæmanna flutti þar erindi um þróun, þýðingu og markmiö sumarbúðastarfs Valge,r Ástráðsson stud. theol., formaður Æskulýðsráðs Þjóðkirkjunnar. Á. S. KIRKJURITIÐ 35. árg. — 8. hefti — okt. 1969 Tfmarit gefið út aff Prestafélagi islands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verð kr. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson. Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson. 43 Afgreiðslu annast Ragnhildur isaksdóttir, Hagamc Sími 17601. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.