Kirkjuritið - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1970, Blaðsíða 10
104 KIRKJURITIÐ Þetta er í fáum orðum sitthvað af því, sem segir um lilut- verk sóknamefnda í lögum. Mörgu er samt sleppt liér, enda e. t. v. nauðsynlegast að ræða þá hluti, er lielzt snerta starfið í dag. Þá er ónefndur sá þátturinn, sent e. t. v. er sá viðamesti, en líklega mest vanræktur, sums staðar a. m. k. Þar hvílir þó mikil ábyrgð og raunar vandi á herðum sóknarnefnda, að vel sé ræktur. En sá þáttur keniur fram með lögum um kirkju- garða 1963. En áður en að honum kemur, er ástæða til að fjalla lítillega um það, sem áður er fram komið og snertir störf sóknarnefnda. Þar var m. a. sagt, að sóknarnefnd skuli annast jiau kirkju- leg málefni, sem sóknina varða. Þetta er nokkuð víðtæk skilgreining, en þó athygli verð. Getið var að vísu, að lialda skyldi árlegan safnaðarfund og ræða kirkjuleg málefni staðarins. Aðalsafnaðarfundur hverrar sóknar er hliðstæður aðalfundi félaga að því leyti, að hann er skilagreinafundur um það, seni liðið er, en þar er jafnframt gerð áætlun fram í tímann aö vinna eftir. Þar koma stjórnendum hugmyndir frá félagsmeð- limum. Því miður munu margar sóknarnefndir liafa þá sögu að segja, að mjög fáir sitji aðalfund safnaðarins. Það verður þvi sóknarnefndarinnar sjálfrar æði oft að bera fram nýjar hug" myndir og framkvæma þær, vilji hún eitthvað láta að ser kveða. En á slíkum fundum er einmitt tækifæri, þar sem hægt er að tjá sig um innri málefni safnaðarins. En þar kunna línur stundum að óskýrast milli þess, sem prestsins er og sóknar- nefndar og næsta líklegt, að livor aðili ætli hinum a. m. k- stundum vissa hluti. Ganga má út frá, að enginn ágreiningur sé um, að sóknar- nefnd annist sjálf eða feli öðrum að innlieimta sóknargjöld, sjái um fjárreiður kirkjunnar, viðhald liennar og varðveizh1 ásamt niunum, lóð, garði o. s. frv. Þau ákvæði eru það skýr í lögum, að þau valda nauniast ágreiningi, þó að misjafn háttur sé á framkvæmd. Það sfi með öðrum orðum hlutverk sóknarnefndar að sjá um, að \'rr) skilyrði standi ekki hinum innri fyrir þrifum. I

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.