Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 14

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 14
um hverfin þrjú, Járngerðarstaða-, Þórkötlustaða- og Staðarhverfi, og segir eins og við sjálfan sig, að skör- ungar miklir hljóti þœr að hafa verið kerlingarnar, Þórkatla og Járngerður, úr því að staðir voru við þœr kenndir. Að boði séra Jóns er för heitið heim að Stað í Staðarhverfi forna, þótt mannabyggð sé þar nú fáskrúðug. Og nú er ekki farinn hinn breiði veg- ur, heldur sá þröngi, er fáir fara. Bugðóttur liggur hann um hraunkolla, dœldir og snauðan sand, og úthafið kalt er á aðra hönd. Mannvirki er þó hér og hvar að sjá, en þau eru auð og þögul. Menn hafa snúið við þeim baki og gefið þau hrörnun sinni og tortíming á vald. — Og Einar segir frá. — Hann er sjálfur með sínum hœtti dálítil leif af þessari sögu. Fœddur og uppalinn á einum þessara bœja, — Húsatóftum. Hinir, sem slitu hér barnsskóm, eru flestir hœttir að slíta skóm og raddir þeirra hljóðnað- ar. Jafnvel Staðarbœrinn er auður, þótt nokkuð reisulegur sé tilsýndar. — Einar segir raunar, að tveir prestar búi hér á sumrum. — En siðasti bónd- inn á bœnum, einbúinn Gamalíel, sat andaður við borð sitt, þegar að var komið einhvern dag á síðasta áratug. Þú, gamli Gamaliel í Bibliunni, sem kenndir Páli forðum og vissir, að mannaverk verða að engu, og engum dugir að berjast gegn Guði, — svo miklar mœtur höfðu menn á þér, að börn voru heitin eftir þér við yztu strendur jarðar. — UPPI Á STAÐARBRINGNUM Uppi á Staðarbringnum er numiðstað- ar. Bœrinn stendur við fót hans, 108 klemmdur milli brings og kirkju- garðs. En kirkju er enga að sjá. Hún var flutt i Járngerðarstaðahverfi snemma á þessari öld. Þar sem hún stóð, stendur aðeins lítið klukknaport i fornum kirkjugarðinum. Því að hann verður ekki af lagður. Hér um slóðii" er varla mold að finna í vigðan reit nema i þessu gamla Staðartúni. Þo herjar á það uppblástur mikill. Á svo þurrum degi og svölum má glöggt sjá, hvað byði þessarar torfu og kirkju- garðsins ef ekki vœri hönd til varnar' Og Einar bendir á Staðarvíkinö, spölkorn austan túnsins, Þar gerðo prestar út eitt eða tvö skip að jafnaði, og þar var kóngsverzlunin. Skip vorO „svínbundin", sem kallað var, þar 1 víkinni. Sverir járnfleigar voru rekmr niður í klöppina og keðja strengd milli þeirra um víkina þvera. Skipin voru svo bundin við þá keðju. Sem við sitjum þar í vagninum upP' á bringnum, er tekið fast að kvöldm Útsýn til austurs og norðurs er fög^r og tigin. Enn er bjart, og þótt kalt se' er líkt því, að einhverri mildri vor' móðu bregði á fjöllin undir rökkrið- Vitaskuld þekkir Einar þau öll, Þ°r' björn og Gálgaklettinn, Fagradal5' fjall, Húsafell og hvað þau nú heir°' Þetta eru hans fjöll og þeirra Sta^ hverfinga. Yzt og fjcerst er KrísuvíkOr bergið eins og stallur fram við sjo- — ÞAO, SEM ÞÚ VERÐUR Áður en haldið er á þrönga veginn 0 nýju, er staldrað í sandsköflanurrl austan við garð og skoðaðar aðger^|f sóknarnefndar. Einar segir frá M

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.