Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 18

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 18
Séra Rafn Ólafsson, er hélt Stað um 30 ór, lýkur svo sinni þjónustu þar, að hann er dœmdur fró kalli sínu sem „rœnuskertur" maður, vegna annarlegarar hóttsemi, fyrst þeirrar, að hann vildi ekki halda kóngsbœnadag svo sem boðið var 27. marz 1686 og siðan fylgdu aðrar annarlegar tiltekjur í kjölfarið. Líklega endar séra Rafn œvi sína austur í Árnessýslu. Að Hlíð í Gnúpverjarhreppi hafði hann farið vorið 1688. Séra Stefón Hallkelsson, eftirmaður séra Rafns, átti litlu láni að fagna meðan hann dvaldi á Stað, þau 6 ár, sem hann hélzt þar við. Segir svo um hann, að á hann hafi sótt megn fátcekt sakir árferðis og ómegðar. Sennilega hefir hann og verið drykkfelldur. Meistari Jón Vídalín ritaði séra Stefáni harðorða áminningu vegna niðurníðslu staðarins og segir m. a. ,,Ég veit, að þér munuð afsaka yður með hörðum árum og bágu fiskiríi. En það er ekki nóg að skjóta skömmum uppá Guð, eins og hann hafi ekki áður nógar borið". Ekki rœttist úr fyrir séra Stefáni, þrátt fyrir þessa áminningu biskups, því að honum verður það á að selja tveim mönnum sama áttœringinn. Varla mun honum hafa verið sjálfrátt þá og fór svo, að biskup vék honum frá embœtti árið 1703. Settist séra Stefán að á hjáleigu frá Stað, Móakoti. Skamma stund var hann þar og fluttist þaðan að Jaðri á Akranesi og stundaði jafnframt sjóróðra. Uppreisn œru hlaut hann af kóngi árið 1706, en þjónaði aldrei síðan prests- embœtti. Má vera, að hann hafi kunnað betur við sig á bátsþóftunni og sótt meiri gcefu þangað, þótt ekki vitum við það nú. Margvísleg er saga mannanna, kjör þeirra og gcefa. Ýmsir ágcetis- menn hafa þjónað Staðarprestakalli í Grindavík, en hér skal látið staðar numið í frásögukorni þessu. — A J — 112

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.