Kirkjuritið - 01.06.1973, Side 22

Kirkjuritið - 01.06.1973, Side 22
ferðalög og hélt söngskemmtanir hér í nágrenninu. Arni bjó hér við þröngan húsakost, fátœkt og mikla ómegð. Petrúnella Pétursdóttir hét kona hans. Þeim hjón- um varð 17 barna auðið og komust 14 til fullorðinsára, öll sönghneigð í bezta lagi. Árni stundaði alls konar störf, bœði sjósókn og annað. Hann var áhugasamur um ýmis félagsmál, en organistastarfinu gegndi hann af frábœrum áhuga og fórnfýsi. Iðulega, eftir að hann kom frá vinnu, stundum hrakinn og kaldur af sjó, fór hann niður í kirkju til að œfa sig eða kór- inn. Iðulega kallaði hann fólk heim í sitt litla hús og hafði þar raddkennslu. — Þannig starfaði hann sem sé í ára- tugi, og hann var organisti minn fyrstu þrjú árin hér. Síðan tók Svavar, sonur hans, við starfinu og hefur nú gegnt því óslitið í rúm tuttugu ár. Hann tók sér ferð á hendur til Englands ásamt Páli Kr. Pálssyni, organista, og þar keyptu þeir rafmagnsorgel með tveim borð- um og fótspili handa kirkjunni. Það var 1951 eða 52. Hljóðfœrið var all- gott á sína visu, en svo vildi til, að það var fyrst tekið í notkun við dap- urlegar aðstœður. Það var við minn- ingarathöfn þeirra, sem fórust með vélbátnum Grindvíkingi. Báturinn fórst hér austanvert við Þórkötlustaða- nes. Fimm drukknuðu þar, fjórir heimamenn, ungir og efnilegir, og einn aðkomumaður. Þetta orgel var hér í kirkjunni fram til ársins 1968. Þá hafði Svavar enn forgöngu um að fá hingað pípuorgel. Var þá keypt þýzkt Walker-orgel, elI- efu radda, og kostaði, að ég held, 550 þúsund krónur. En Svavar gerði betur en beita sér fyrir orgelkaupun- um. Hann gaf úr eigin vasa 250 þús- und krónur af verði orgelsins. Fyrir organistastarfið hefur hann aldrei tekið eyri, og vœri vinna hans þar reiknuð til fjár, mœtti segja, að hann hefði gefið orgelið. Hann hefur spilað hér við allar athafnir, ef ekki hafa hamlað veikindi, jafnvel barnaguðs- þjónustur, þótt honum bœri engin skylda til, og auk þess hefur hann svo œft kórinn. — Hitt er annað, að hann er þannig gerður, að hann kœrir sig ekki mikið um, að nafni hans sé hald- ið á loft. Hann er maður hlédrœgur og hógvcer, en traustur og ábyggilegor og hinn ágœtasti drengur í hvívetnO- í sóknarnefnd situr hann enn, og vonö ég, að hann sitji sem lengst — og þeir félagar. ALLIR MENN UM ALLA JÖRÐ Þegar rœtt er um aldur þeirra þriggia manna, sem setið hafa í sóknarnefn^ í 24 ár, berst talið að því, að EinOr var skólastjóri Grindvikinga í 42 or- Nú segist hann með öllu hcettur oð kenna. — Nei, ég slœpist bara, segir hann- Ég hef horft á sekúnduvísinn á klukk- unni í meira en 40 ár. Mér fanns* komið alveg nóg. Nú geng ég barö út í fjörurnar og á bakkana hérnO með sjónum og lœt mér liða vel. Kristinn er elztur þeirra, — hátt 0 áttrceðisaldri, — mjög traustur kinkl' unnar maður, segir séra Jón. Var 1 kirkjukórnum fram á síðasta ár, einn þeirra, sem aldrei brugðust, Ijómand' 116

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.