Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 38
andi manneskja og hefi staðið í bóða
fœtur gegnum þykkt og þunnt. Nú
verðurðu að taka við mér aftur, ann-
ars er ég búinn að vera." Er það
kannski svona, sem týndi sonurinn
ávarpar föður sinn, þegar þeir hitt-
ast í túnfœtinum?
Þeirrar skoðunar er franski rithöf-
undurinn André Gide (og margir
hugsuðir hafa tekið undir álit hans).
Gide býr til nýjan endi á dcemisög-
una, þar sem týndi sonurinn rœður
bróður sínum að fara burt til fjarlœga
landsins, svo að hann geti einnig
„vaxið upp" og þroskazt. Gide er í
rauninni þeirrar skoðunar, að það
hafi gert piltinum gott að týnast um
hríð. Honum varð það til gœfu að
syndga. Maður verður að ganga í
gegn um svona nokkuð. Og maður
verður að hafa hugrekki til þess að
hafna Guði, svo að hann taki við
manni aftur. Nú hefur sonurinn teyg-
að til botns þann bikar lifsins, sem
er í senn sœtur og beizkur.
En dœmisaga Jesú nefnir ekkert af
þessu á nafn. Heimkomni sonurinn
segir einfaldlega: „Faðir, ég hefi
syndgað móti himninum og fyrir þér.
Ég hefi alls enga kröfu á hendur þér."
Það er alls ekki að þakka auknum
þroska sonarins, að hann fékk á ný
inni hjá föður sínum. Það er að þakka
kœrleika Guðs, sem er og verður
kraftaverk. Manneskjan getur einskis
krafizt af Guði. Það er í senn undur-
samlegur og náðugur leyndardómur
kœrleika Guðs, að hann leitar hins
týnda og að það er gleði í himnun-
um yfir syndara, sem iðrast.
En nú stöndum við frammi fyrir
spurningu að síðustu: Hvar birtist Jes-
ús Kristur í þessari sögu, eða, finnist
hans engin merki, hvar eigum við þó
að koma honum fyrir? Eða er faðir-
inn ekki svo góðhjartaður og miskun-
samur, að hann sé fús að fyrirgefö
milliliðalaust? Hvers vegna þörfn-
umst við krossins, meðalgangara, eðö
í einu orði sagt: Kristsfrœðinnar? Er
ekki einhver guðdómlegur einfaldleiki
yfir dœmisögunni allri? Er hér nokkur
Kristur?
Við erum ekki fyrst til að spyrjö
þessarar spurningar.
Eitt er alveg Ijóst. Týndi sonurinn
getur ekki snúið heim og fengið fyrir-
gefningu, nema vegna þess að himn-
arnir standa opnir og Faðirinn er fu5
að fyrirgefa honum. Að öðrum kosti
hefði sonurinn orðið að bíta á jaxlinn
og sœtta sig við orðinn hlut. En sorg-
in í hjartanu hefði ekki sefazt né kvöl-
irnar inni fyrir linazt. Samvizkan hefði
haldið áfram að áklaga hann innön
undir skelinni.
En Jesús vill sýna okkur, að svon°
er því ekki farið, heldur fellur okkur
í skaut alger frelsun. „Þú hefur rétt
fyrir þér,"segir hann, „glataður ertu<
byggirðu á sjálfum þér einvörðungu-
Hver er sá, sem ekki hefur logi^'
framið morð eða drýgf hór? Og hver
er sá, að í hjarta hans blundi
hvötin til þess að drýgja þessar synö'
ir? Þú gjörir rétt, þegar þú gefur þ'9
fram við Guð í fullkominni uppgi°''
En nú hefur nokkuð gerzt, sem sner^'r
ekkert það, sem þú gjörir eða lceNr
ógert. Þér er fœrð gjöf. Nú er Guð5
ríkið á meðal yðar, hús Föðurins op'
upp á gátt. Og, ég er dyrnar, ég e
vegurinn, ég er lífið, ég er hönd F°
urins. Sá, sem hefur séð mig, hefuí
132