Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 80

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 80
ana grundvallasf á kœrleika Guðs og sannri mennsku mannsins, þ. e. að maðurinn er í senn frjáls og ábyrgur gagnvart Guði og ná- grannanum. 3. Stefnt er að samtali, díalóg, milli guðfrœðinnar og annarra frœði- greina. Hér koma til mál hins fjöl- þœtta (plúralíska), iðnvœdda þjóð- félags, og einnig nauðsyn þess að taka upp nútíðarleg vinnubrögð í félagslegum efnum. 4. Gerður er greinarmunur á hyrning- arsteininum: herradómi Jesú Krists, og hinum sérgreindu verkefnum eins og stofnunum þjóðfélagsins, hjúskap og fjölskyldu. NIÐURSTÖÐUR I bók sinni hefur höfundur réttilega hafnað tveggja-ríkja-kenningunni eins og hún birtist í síðari tíma lútherskri guðfrœði. En hann tekur einnig fram, að þessi kenning Lúthers eigi fullkom- inn rétt á sér, ef not hennar eru tak- mörkuð við það eitt að gera sér grein fyrir andstœðunni milli hins andlega og hins veraldlega. (Mér kemur í hug, að regímentin séu sambœrileg við kategoríur Kants, en að ólukkan hafi skeð, þegar menn gerðu hina þekk- ingarfrœðilegu (epistómólógísku) að- greiningu að pólitískri tvískiptingu í starfsviðmiðun kirkjunnar). Höfundur dregur nú fram tvö atriði: 1. Með því að greina í sundur (gagn- gert) hið andlega og hið verald- lega-svið hefur kirkjan orðið þrœll þjóðfélagsskipanarinnar, lát- ið hana gleypa sig og nota sem 174 hœfilegt verkfœri til þess að gefa stofnunum þjóðfélagsins trúarleg- an stimpil. Kirkjan getur aðeins losað sig undan þessari áþján með því að gera sér grein fyrir því, að kristin trú og félagslegar stofnanir eða réttlœti eru í senn saman tengdar og í sundur skildar. Kirkj- an ber ábyrgð á hinum félagslegu stofnunum, en henni ber einnig að gagnrýna þœr. 2. Um trúlofunina, hjúskapinn og fjölskylduna verður kirkjan að rœða á grundvelli staðreynda félagslegra vísinda (og því gerði höfundur rannsókn sína) en einnig í Ijósi þess, að múrinn milli trúar og þjóðfélags hefur verið brotinn niður í Jesú Kristi. Kirkjan setur því spurningarmerki við sjálfrœði þess- ara stofnana. Ef vér erum trúir játn- ingunni, föllumst vér á breytt form og háttu í þessum efnum. En ver leggjum þó fyrst og fremst eina mœlistiku á þessar breytingar: mœlistiku hinnar sönnu mennsku, að maðurinn lifi frjáls og ábyrgar í senn gagnvart Guði og nágrann- anum. Og þar sem hjúskaparfjöl- skyldan sýnir fyllri ábyrgð og stöð- ugleika gagnvart „nágrannanum (náunganum), þ. e. maka og börn- um ber að taka hana fram yfir tru- lofunarfjölskylduna og sambúðar- fjölskylduna. TILLAGA UM SAMRÆÐUR KIRKJU OG LÖGGJAFA Höfundur stígur að lokum það skref/ sem telja verður óvanalegt í doktors-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.