Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 94

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 94
vanda sig í að stjórna vel þeim, sem þeim lúta, umgangast þá með kœr- leika og gjöra sér far um að vera þeim að gagni og til hjálpar. Það er vegur þeirra til himna, og það eru beztu verk þeirra, sem þeir geta unnið á jörðu. Með þeim þóknast þeir Guði meir en þótt þeir gjörðu undur og tákn einungis. Svo segir Páll í Róm. 12: ,,Sá, sem forstöðu veitir, gjöri það með kostgœfni." Það er eins og hann vildi segja: Hann láti það ekki villa sig, sem aðrir menn gjöra eða stéttir. Hann líti ekki á þetta verkið eður hitt, hvort það Ijómar eða skyggir, heldur gefi gaum að sinni eigin stétt og hugsi um það eitt, hvernig hann geti orðið þeim að liði, sem honum lúta. Við það láti hann sitja og ekki leiða sig frá því, jafnvel þótt himinninn opnaðist fyrir honum, né reka frá því, jafnvel þótt helvíti vœri á hœlum honum. Þessi er hin eina rétta leið. Sá, sem gœtti þannig sjálfs sin og stöðu sinnar, svo að hann hirti ekki um annað, slíkur maður yrði ríkur að góðum verkum á stuttum tíma, svo hœgt og hljóðalaust, að enginn yrði þess var nema Guð einn. En nú látum vér það allt ógjört, og hleypur einn í klaustur, einn hingað, annar þangað, alveg eins og góðu verkunum og boð- orðunum vœri varpað út i horn. Þó stendur i Orðskviðunum 1, að vizkan hrópi boð sín opinberlega á götum, mitt á meðal fólks og i borgarhliðun- um. Með þvi er átt við, að þau séu hvarvetna, i öllum stéttum og cetíð og meiri en nóg, þótt vér sjáum þau ekki, heldur leitum þeirra annars staðar. Það hefur Kristur kunngjört í Matt. 24: „Segi einhver þá við yður: Sjá, hér er Kristur, eða hér, þá trúið því ekki- Þegar þeir segja: Sjá, hann er í eyði- mörkinni, þá farið þangað ekki. Sjá, hann er í fylgsnum húsanna, þú trúið því ekki. Það eru falsspámenn og fals- kristar." 21. Hins vegar hœfir hlýðnin hin- um undirgefnu. Þeir eiga að beind allri kostgœfni sinni og athygli að því að gjöra og láta ógjört eins og yfirboðarar þeirra óska og láta ekki leiða sig eða hrekja frá því. Aðrit gjöri það, sem þeim þóknast, — en hann láti sér ekki til hugar koma, oð hann breyti rétt eða vinni góð verk, hvort sem eru bœnir eða fasta eðö hverjum nöfnum sem nefnist, œfi hann sig ekki með alvöru og iðni í þessa verki. En fari svo, eins og oft vill verða, að hið veraldlega vald og yfirvöld, hvað sem þau annars heita, neyð' þegn gegn boðorði Guðs eða hindr', þá er hlýðninni lokið og skyldunn1 aflétt. Þú verður að segja eins og Pet' ur sagði við höfðingjana hjá Gyðinð' um: „Framar ber að hlýða Guði eP mönnum," Hann sagði ekki: „Ekki ber að hlýða mönnum," þvi að það vcen rangt, heldur „Guði framar rnönnum- Ef til dœmis fursti vildi hefja stríð fylgdi augljóslega röngu máli, s^a engan veginn fylgja honum né hjálpa' þvi að Guð hefur boðið, að vér sku um eigi deyða náunga vorn né giera honum rangt. Enn fremur, ef hann skipaði að vinna rangan eið, rcBna' Ijúga eða svikja og því um líkt, ^a skal fremur missa eignir, heiður, I' ama og lif, til þess að boðorð Gu 5 standi. 188

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.