Kirkjuritið - 01.06.1973, Side 95
Sr. SIGURÐUR PÁLSSON, vígslubiskup:
Um helgisiði
Tákn úr Nýja-testamentinu.
Sama er um það og Gamlatesta-
^entið, að hinn mesti fjöldi tákna
ylgia því.Hér verður fátt eitt af þeim
talið og þá helzt þau, sem líkleg eru
hl að verða á vegi hérlendra manna.
°tkun þessara tákna hefur mjög
^'nnkað samhliða því að kristnar trú-
nu9myndir hafa meir og meir verið
a9ðar til hliðar, og hœtt að vera við-
angsefni bœði almennings og lista-
Hnanna.
, sem oftast mœtir augum, þegar
enzk kirkjulist er skoðuð eru auk
'stsmyndanna guðspjallamennirnir,
P°stularnir og María mey. Myndir af
eilagri kvöldmáltíð virðast óteljandi.
tendur það í samrœmi við hina miklu
°9 víðtceku endurreisn altarissakra-
^ntisins, sem fylgdi siðaskiptunum.
r°ssfestingarmyndir og postula-
yndir eru og mjög algengar og loks
^nd Maríu meyjar á hinum eldri
staverkum.
GuSspjallarmanna
grí l ta^n Quðspjallamannanna var
hor Ul ^ross °9 var °Pin bók i hverju
sni-u'i nans- Táknuðu jóœr bœkur guð-
P|0||in fjögur.
Mjög snemma komu fram önnur
tákn, sem eru fjórar vœngjaðar verur.
Þessi tákn eru þekkt allt frá á annari
öld og urðu snemma algeng og hafa
verið notuð um allar aldir fram til
þessa. Fyrirmynd þessara tákna ertal-
in sótt í Esek. 1,5-10 og Op. 4,7.
Tertullian skýrir myndirnar hjá Es-
ekiel sem tákn fjögurra andlegra eig-
inleika Jesú, þannig: Maðurinn táknar
manneðli hans, Ijónið táknar konung-
dóm hans, af því að það nefnist kon-
ungur dýranna, nautið táknar fórn
hans, af því að nautið er fórnardýr, og
örninn táknar heilagan anda, sem
ávalt hvíldi yfir honum.
Myndir Opinberunarbókarinnar
heimfœrir hann til guðspjallamann-
anna. Þó gerir hann það lítið eittöðru-
vísi en viðtekið hefur verið síðan á
miðöldum, en hið viðtekna er á þessa
leið: Hinn vœngjaði maður er tákn
Matteusar, af því að hans guðspjall
hefst á œttartölu Drottins. Hið vœngj-
aða Ijón merkir Markús, af því að
hann hefur guðspjall sitt á frásögn
af Jóhannesi skírara, sem var rödd
hrópandans í eyðimörku, en Ijónið er
eyðimerkurdýr. Hinn vœngjaði uxi
táknar Lúkas, af því að Lúkas lýsir
svo ýtarlega fórnardauða Drottins.
189