Fanney - 01.12.1905, Page 20

Fanney - 01.12.1905, Page 20
16 F AN N E Y. kertaljós fest á það. Tilbúinn snjór er látinn liggja á greinun- um og glitrandi klakastönglar lianga niður úr þeim. Jólatréð breytir stofunni á svipstundu í skínandi æfintýrahöll. A myndinni sést, hvar verið er að skreyta jólatréð og móðirin er að áminna börnin sín um að vera ekki að gægjast. Þau eru óþolinmóð og forvitin, en það eiga góð börn aldrei að vera. IJeim mun meiri er gleðin, sem þau bíða hennar mcð meiri þolin- mæði. Þau eru heldur ekki öll sek í forvitninni; það er eink- um drengurinn. Litlu, Ijóshærðu stúlkurnar, sem bta svo bros- hýrar og blíðlegar framan í mömmu sína, vita það með sjálf- um sér, að þær eru ekki sekar; þær hafa beðið með þolinmæði, þótt biðin væri þung. Þeim verður líka gleðin ekki beiskju- blandin á jólunum, því þær hafa ekkcrt gert, sem þær ekki máttu, og þurfa því ekki að fyrirverða sig fyrir neitt. Allur hinn kristni heimur heldur jólin hátíðleg og lætur ekkert lil sparað að auka þá lögnuð og yndi í húsum sínum. Enginn alburður á jörðu hefir fætt af sér jafnmikla gleði eins og atburður sá, sem jólin eru haldin til minningar um. r;Land sölaruppkomunnar“. TRÍÐIÐ mikla, sem geisað hefir milli Rússa og Japana, liefir nú dregið athygli austurlanda, þar sem freinur lítil, nývöknuð þjóð þorir að bjóða hinu risavaxna rússneska ríki byrginn á yíir- gangsbraut þess í þeim hlula heimsins. Þessi litla hugrakka þjóð er Japanar. Þeir byggja eilt bið fegursta land heimsins. Japan þýðir: »Land sólaruppkomunn- ar«, er nefnt svo af Kínverjum, því þær 2800 eyjar, sem Jap- anska ríkið samansténdur af, liggja úti í hafi fyrir austan Kína og meginland Asíu, þar sem morgunroðinn blikar, og sólin fyrst birtist í allri sinni bátign. Hið l'egursta af öllu því, sem Japanar hafa að sýna útlend- ingum af náttúrufegurð landsins, er fjallið Fusiyama og land- svæðið Nikkó.

x

Fanney

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.