Fanney - 01.12.1905, Síða 26
Þrjár bernskuminningar.
Minnið cr cins og hulin lind,
sem sá einn fær af drukkið,
sem veit hvar hún er.
É H virðasi endur-
niinningar bernsku-
áranna vera eins og
huldar lindir, sem
inaður bergir af.á
elliárunum.
Ég ætla því að segja ykkur
frá þremur atvikum frá barnæsku
minni, og mér væri það mikil
gleði, ef þið vilduð liugsa ofur-
lítið um þau, því þó þau í fljótu
bragði virðist lítilijörleg, þá eru
þau þó endurskin löngu liðinna
æfistunda, þegar breinleiki og
sakleysi riktu í hjarta mínu.
En nú skuluð þið taka eftir!
Þegar ég var svolítill dreng-
hnokki, eitthvað 5 ára gamall,
dvaldi ég hjá föðurforeldrum
mínmn á Suður-Jótlandi og var
afi minn þar preslur. Sökum
þess að ég var eini sonarsonur
hans hafði hann mig i helzt lil
miklu eftirlæti, — lét alt eftir mér.
Amma mín þar á móti fór iniklu
hyggilegar með mig. Hún kendi
mér fyrst að þekkja himnaföð-
urinn. Já, ég man hve hrifinn
ég varð al' frásögn hennar um
Paradísargarðinn og þá sælu er
þar væri. Hvern sunnudag, þeg-
ar afi prédikaði, fór ég með
ömmu í kirlcju, eftir að hafa
staðið við einn gluggann á ]iresls-
setrinu meðan kirkjufölkið var
að koma og heilsað hvérjum
sem fram hjá gekk.
Sunnudag einn var ali ekki
lieima, eða liann var sjúkur
það man ég ekki glögt — nema
það var ókunnur prestur, sem
prédikaði i kirkjunni og talaði
einkum mikið um, að við ættuin
að vera iðin og áframhaldssöm,
því annars ættum við ekki sk.il-
ið að i'á neitt að borða. Hann
talaði víst margt fleira fallegt,
en eftirþessu man ég bezt.
Þegar guðsþjónustunni var
lokið, og ganga skyldi lil mið-
degisverðar á prestsetrinu, var
mín saknað. Amma og íleiri
fóru að leita og kálla í trjá-
garðinum og víðar, sérstaklega
í kringuin tvær stórar tjarnir, er
þar voru (ég held það liafi verið
í þeim krókódílar), en alt var
árangurslaust. Fleiri komu i
leitina. Maturinn beið og var
orðinn kaldur —- alt var í upp-
námi. Loks datt einhverjum í
hug að gá inn í matjurtagarðinn
og fann mig þar stritandi í svita
míns andlitis; ég var að velta
við moldinni með stórri skóflu,
sem ég réði ekkert við. Þegar
ég var spurður að, því ég ynni
svo ákaft, gaf ég það svar, að
presturinn hefði talað um í kirkj-