Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 7

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 7
Presiafélagsrítiö. Skyggið ekki á. 3 hann. Honum var ekki nóg að fá lýsingu af honum. Hann var svo áleitinn og heimtufrekur, að hann vildi sjálfur fá að sjá og heyra. Og það lítur svo út, sem Jesú hafi ekki verið nema ánægja að þessari áleitni Sakkeusar; svo vel tók hann á móti honum og gerði meira fyrir hann, en hinum hafði til hugar komið. Mig langar til að vekja athygli á þessu atriði sögunnar. Við þurfum stundum að sækja það fast, að komast í náin kynni við Jesú. Það er enn margt, sem vill skyggja á hann, svo að okkur veitir erfitt að sjá hann »með óhjúpuðu andliti*. Ekki svo að skilja, að nokkrum sé viljandi varnað þess að kvnnast Jesú. Miklu fremur eru menn í orði kveðnu hvattir lil þess. Og öllum er nú á dögum greiður aðgangur að helztu heimildarritunum um líf hans og kenningu. Og þau eru ekki lengi lesin; það tekur ekki langan tíma að lesa alt, sem vitað verður um æfi hans hér á jörð, og öll orðin af munni hans, þau sem geymst hafa. Og flest orð hans eru svo auðskilin og einföld, að enginn sem kynnir sér þau vel, ætti að vera í vafa um aðal-stefnuna. Myndin, sem guðspjöllin gefa okkur af Jesú, er svo skýr, að allir ættu nokkurn veginn að geta séð Jesú, hvernig hann var, ef þeir horfa á þá mynd »með óhjúpuðu andliti*. En eg er hræddur um, að á því sé mikill misbrestur. Annars mundu miklu fleiri verða fyrir sömu áhrif- unum frá Jesú, sem tollheimtumaðurinn í Jeríkó, heldur en raun verður á. — Það er ekki öllum svo greitt aðgöngu, sem ætla mætti, að kynnast Jesú. Guðfræðingarnir, kirkjudeildirnar, allir trúarflokkarnir, trúar- játningarnar, og ekki sízt það uppeldi, sem hver og einn hefir fengið, þær trúarskoðanir, sem hann hefir drukkið í sig á barnsaldrinum, — þetta er alt svo margvíslegt og misjafnt; og sumir þurfa að komast fram hjá því öllu, til þess að sjá Krist sjálfan. En það er ekki öllum auðvelt. Vegurinn til Krists er fullur af tálmunum. Eg tala ekki nú um þær tálmanir, sem algengastar eru og alþektastar: fortölur freistinga og illra fýsna. Þær þekkja allir fullorðnir menn. En það er líka til hindrun, sem vanalega er minni gaumur gefinn, en hefir þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.