Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 7
Presiafélagsrítiö.
Skyggið ekki á.
3
hann. Honum var ekki nóg að fá lýsingu af honum. Hann
var svo áleitinn og heimtufrekur, að hann vildi sjálfur fá að
sjá og heyra. Og það lítur svo út, sem Jesú hafi ekki verið
nema ánægja að þessari áleitni Sakkeusar; svo vel tók hann
á móti honum og gerði meira fyrir hann, en hinum hafði til
hugar komið.
Mig langar til að vekja athygli á þessu atriði sögunnar.
Við þurfum stundum að sækja það fast, að komast í náin
kynni við Jesú. Það er enn margt, sem vill skyggja á hann,
svo að okkur veitir erfitt að sjá hann »með óhjúpuðu andliti*.
Ekki svo að skilja, að nokkrum sé viljandi varnað þess að
kvnnast Jesú. Miklu fremur eru menn í orði kveðnu hvattir
lil þess. Og öllum er nú á dögum greiður aðgangur að helztu
heimildarritunum um líf hans og kenningu. Og þau eru ekki
lengi lesin; það tekur ekki langan tíma að lesa alt, sem vitað
verður um æfi hans hér á jörð, og öll orðin af munni hans,
þau sem geymst hafa. Og flest orð hans eru svo auðskilin
og einföld, að enginn sem kynnir sér þau vel, ætti að vera í
vafa um aðal-stefnuna. Myndin, sem guðspjöllin gefa okkur
af Jesú, er svo skýr, að allir ættu nokkurn veginn að geta
séð Jesú, hvernig hann var, ef þeir horfa á þá mynd »með
óhjúpuðu andliti*. En eg er hræddur um, að á því sé mikill
misbrestur. Annars mundu miklu fleiri verða fyrir sömu áhrif-
unum frá Jesú, sem tollheimtumaðurinn í Jeríkó, heldur en
raun verður á. — Það er ekki öllum svo greitt aðgöngu,
sem ætla mætti, að kynnast Jesú.
Guðfræðingarnir, kirkjudeildirnar, allir trúarflokkarnir, trúar-
játningarnar, og ekki sízt það uppeldi, sem hver og einn hefir
fengið, þær trúarskoðanir, sem hann hefir drukkið í sig á
barnsaldrinum, — þetta er alt svo margvíslegt og misjafnt;
og sumir þurfa að komast fram hjá því öllu, til þess að sjá
Krist sjálfan. En það er ekki öllum auðvelt. Vegurinn til Krists
er fullur af tálmunum. Eg tala ekki nú um þær tálmanir,
sem algengastar eru og alþektastar: fortölur freistinga og illra
fýsna. Þær þekkja allir fullorðnir menn. En það er líka til
hindrun, sem vanalega er minni gaumur gefinn, en hefir þó