Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 8
4
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritið.
orðið mörgum þeim manni erfið viðfangs, sem hefir þráð >að
sjá Jesú, hvernig hann væri«.
Guðfræðin hefir bæði á fyrri og síðari tímum — óviljandi —
orðið mörgum manni hindrun, í stað þess að vera vegur til
Krists, eins og henni er ætlað að vera. Með allri virðingu fyrir
trúfræðinni, þori eg þó að fullyrða, að hún hefir orðið sumum
mönnum fremur til hindrunar en hjálpar; fremur til að skyggja
á gleðiboðskap Krists, heldur en til að skýra hann; frernur
til að draga úr en auka afl hans og áhrif. Guðfræðin hefir
ofið þann hjúp utan um mynd Jesú, að erfitt er að sjá í
gegnum — auðvitað í góðu skyni. Alt er það gert í þeim
tilgangi að vegsama Jesú, og víðfrægja nafn hans. En sjaldan
held eg að það hafi náð tilgangi sínum, miklu oftar mishepn-
ast. Fagnaðarboðskapur Jesú verður aldrei fegraður með
mannasetningum, af hvað miklu viti og snild sem þær kunna
að vera framsettar. Það tekst ekki þó að reynt sé, — ekki
fremur en hégómagjarnri konu tekst að auka á fegurð sína
með því að mála sig í framan og tildra utan á sig skrauti.
Trúfræðikerfi kirknanna þykja mörgum vegleg, aðdáanleg
og ómissandi. Og víst er um það, að ekki hefir verið kastað
til þess höndunum að smíða þau. Til þeirra hefir verið vand-
að svo vel sem kostur er á. En þau eru torskilin einfeldning-
um. Smælingjunum er ekki auðgert að átta sig á þeim. Og
nú hefur einmitt oft verið mikið að því gert, að halda trú-
fræðinni að smælingjunum: börnunum hafa verið kendar setn-
ingar hennar. Til skamms tíma hefur meiri áhersla verið á
það lögð, heldur en á hitt, að kynnast Jesú Kristi sjálfum,
lífi hans og starfi. Vmsar guðfræðibækur og guðræknisrit
hafa verið miklu meira og vandlegar lesin, en sjálf sögurit
nýja testamentisins. Og þannig drekka menn í sig skoðanir
annara manna um Jesú, í stað þess að læra af honum, læra
hugsanir hans sjálfs; þær verða oft í skugganum, þegar hinn
flókni vefur trúfræðinnar er breiddur fyrir þær.
Einhverjum kann að mislíka, að ég geri þetta að umtals-
efni á þessum stað, því að þetta er viðkvæmt mál og orkar
tvímælis. Og ég tek það nærri mér. Mér er það sárt, ef ég