Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 10

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 10
6 Kjarían Helgason: Prestafélagsritiö. fyrir okkur í textanum: Jesú umkringdan af fjölda vina sinna og lærisveina, sem allir eru að tala um hann, vegsama hann og syngja honum lof; en utan við standa aðrir menn, með meiri eða minni löngun til að nálgast ]esú og sjá hann, en eiga erfitt með það. Þeirn nægir ekki það, sem vinir hans hafa um hann að segja. Þeir vilja sjá sjálfir, en geta ekki fyrir þeim, sem nær standa, sem komnir voru á undan þeim og eru ef til vill stærri en þeir í andlegum skilningi. Eg fullyrði ekkert um það, hvað margir þeir séu, sem svo er ástatt um. Það skiftir ekki máli í þessu sambandi. En það eitt, að slíkir menn eru til, ætti að vera okkur alvöru-mál. Sakkeus var ekki nema einn: og þó lét Jesús sér vera það nóg til þess að koma til móts við hann og hjálpa honum. Hann lætur sig miklu varða hverja eina mannssál. Og nú bið ég ykkur, bræður mína, kennimenn kirkjunnar, og ykkur öll, sem hafið hug á að vísa öðrum mönnum veg til Krists, ég bið ykkur að reyna að líkjast honum í því, að taka tillit til þeirra, sem smáir eru og í skugganum, og það þó að þið haldið, að þeir séu fáir. Takið tillit til þeirra, sem standa álengdar fjær. Takið tillit til þeirra, sem þykjast þurfa að sjá sjálfir, skilja eða reyna sjálfir, og láta sér ekki annað nægja. Þeir eru ekki æfinlega lökustu lærisveinarnir, eða læri- sveinaefnin. Jesús kom eftir upprisuna til Tómasar, lærisveins- ins, sem krafðist þess að fá að sjá og þreifa á. Og Jesús fullnægði kröfu hans ljúflega. Við megum þá ekki heldur hrinda slíkum mönnum frá. Það væri ekki Kristi líkt. Við megum ekki breiða svo úr skoðunum okkar um Krist, að þær verði öðrum mönnum að hjúp fyrir andliti. Við meg- um ekki gera sjálfa okkur svo breiða, að við skyggjum á Jesú fyrir einum einasta smælingja. Við megum ekki segja við nokkurn mann: þú átt að trúa því sem ég segi, eða því sem kirkjan hefur kent; það er þér vorkunnarlaust, og það á að vera þér nóg. Heldur ættum við að þoka sjálfum okkur og okkar skoðunum til hliðar, og benda þeim sem leitar, á Krist sjálfan, og segja: Komdu og sjáðu; ef þú þráir að kynn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.