Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 18
14
Geir Sæmundsson:
Presiafélagsritið.
sjónarmiði var miklu minni en orð væri á gert. Skifti hann
fyrirlestrinum í 7 kafla:
1. Innblásturskenningin. 2. Guðleg opinberun. 3. Persóna
Krists. 4. Friðþægingarlærdómurinn og fórnardauði Krists.
5. Kraftaverkin. 6. Upprisulærdómurinn. 7. Réttlæting af trú.
Svo heimavanur var hann á öllum þeim svæðum, að hann
rakti alt þetta langa og flókna mál án þess að hafa annað
fyrir framan sig en fáeina punkta, sem hann hafði skrifað niður.
Þó sr. Björn liti öðrum augum á biblíuna, eftir að hafa
kynst »biblíukritikinni«, þar sem kjarninn og hismið var að-
skilið og hvoru fyrir sig ætlaður sinn staður, var hún honum
engu síður »bók bókanna* fyrir það. Mun varla sá dagur
hafa komið fyrir, að hann ekki leitaði sér uppbyggingar í
henni, því hún var í hans augum sannarlegt náðarmeðal, sann-
arlegt guðsorð, sannarleg uppspretta til trúar og helgunar, og
það ekki aðeins nýja testamentið, heldur gamla testamentið
líka. Brunnarnir voru að vísu fleiri til, það játaði hann, en
þyrst mannssál eftir Guði með meðvitund um synd og sekt,
gæti samt ekki komið að heilsusamari svalalind, en þá er hún
kæmi með allar þær vafaspurningar er pína hjartað fram fyrir
Guð í heilagri ritningu og léti hann svara þeim þar. Og hon-
um gat ekki annað en fundist til um það einkennilega ósam-
ræmi, sem ætti sér stað hjá sumum íslenzkum prestum: að
þrátt fyrir óbeit þeirra á »biblíukritik,« væru þeir ekki trúaðri
en svo á þann stuðning, sem ritningin getur veitt prestinum
í kristilegu lífi og kirkjulegri starfsemi, að þeir litu mjög sjald-
an, sumir hérumbil aldrei í hana, og þektu hana lítið annað
en það sem fyrir þeim lægi í textaröðum helgidaganna.
Um afstöðu sr. Björns til »guðspekinnar« og »sálarrann-
sóknanna* er mér ekki svo kunnugt, að eg geti út í það
farið. En það þori eg að fullyrða, að hinn víðsýni og frjáls-
borni andi hans hefir ekki viljað, að lagðir væru steinar í götu
þeirra, heldur hitt: að þær fengju óáreittar að sýna það í
verkinu, hvort þær væru af þeim lífsins rótum runnar, sem
alt það á upptök sín frá, sem ætlað er það hlutverk, að far-
sæla og göfga lífið hér í heimi og lyfta því á æðra stig.