Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 20
16
Geir Sæmundsson:
PrestafélagsritiÖ.
að kristindómurinn væri innrættur yngri og eldri. Hann skoð-
aði hann ætíð sem dýrustu perluna, og það að eignast hana
>hið eina nauðsynlega*. Hann sá það og fann, að það var
svo myrkt í mörgu mannshjartanu og á mörgu heimilinu,
einmitt fyrir það, að ljós fagnaðarerindisins hafði aldrei fengið
þar inngöngu, og því svo mikils um vert að greiða því götu
þangað. Og inn í það starf lagði hann alt það bezta, sem
hann átti til, og það varð altaf meira og meira eftir því sem
aldurinn færðist yfir hann og hann fékk meiri trúarreynslu.
Dag frá degi endurnýjaðist hans innri maður, og fyrir þá
endurnýjun var það á seinni árum komið inn í prédikanir
hans, sem á að vera mergur máls í hverri kristilegri prédikun:
Evangelíum fyrir hjartað, bygt á reynslu prédikarans sjálfs.
Aldrei kom sr. Björn svo á annexíu sína, að hann ekki —
þótt messufall yrði — talaði við heimilisfólkið og aðra við-
stadda um eitthvert kristindóms málefni, og mjög lagði hann
sig fram til þess að hafa góð áhrif á æskulýðinn og innræta
hinum ungu þær hugsanir, sem hefðu göfgandi og styrkjandi
áhrif á vilja þeirra og tilfinningar. Hann vildi gera sitt ýtrasta
til þess að gefa æskulýðnum þá innri festu, er veitti honum
stuðning þegar út í lífið kæmi. Margt frækornið, sem hann
hefir í þann jarðveg sáð, mun borið hafa mikinn ávöxt og
góðan, enda átti hann flestum fremur lykil að barnshjartanu.
Enginn á þar greiðari aðgang en sá, sem eins og hann, er
auðmjúkur og af hjarta lítillátur.
Sr. Björn var hamingjumaður í lífi sínu. Hann naut ást-
sældar og virðingar safnaða sinna og sveitunga, og starf hans
meðal þeirra í hávegum haft. Allir litu upp til hans og báru fult
traust til hans, og ýms opinber trúnaðarstörf voru honum falin.
Heimilislíf hans var sann-farsælt. Ástúðlegra samband milli
manns og konu, foreldra og barna, en það var í Miklabæ, get eg
ekki hugsað mér. Heimilið þar var sannkallað kærleiksheimili.
Kærleikurinn sat þar í öndvegi og var sú miðstöð, sem vermdi
og lýsti upp alt heimilið. Og sú miðstöð var aldrei í ólagi.
Sr. Björn bjó góðu búi á Miklabæ, enda er jörðin bæði
mikil og góð. Ekki hygg eg þó að hann hafi verið mikill bú-