Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 21
Prestaféiagsritíð. Björn ]ónsson prófastur í Miklabæ. 17
sýslumaður, því hann var þess miklu sælli, að sitja við fætur
frelsara síns með Maríu, en sökkva sér niður í áhyggjur og
búksorg með Mörtu. En hvernig stóð þá á því, hve vel hon-
um búnaðist? Eg held að það hafi verið fyrir það, að í konu
sinni átti hann þá »meðhjálp«, sem tók að sér Mörtu-
hlutverkið á heimilinu. Frú Guðfinna var manni sínum sú
Marta, sem tók á sínar herðar áhyggjurnar og umsvifin á
hinu stóra og mannmarga heimili, og var nógu sterk til að
geta það ein. Og svo alólík var þessi Marta nöfnu sinni, að
hún gerði það glöð og brosandi, og án þess að það virtist
koma við hana. Var þó ætíð síðust á ferli og fyrst á fótum.
Með kærleikans hugulsemi og nákvæmni sá hún um það, að
»systirin« gæti gefið sig að sínum kæru viðfangsefnum í ró
og næði. Því þessi Marta skildi þýðingu Maríu-þjónustunnar
fyrir heimilin, að hún er ein af hamingju-lindum þeirra. Það
þurfti þá heldur ekki glögt auga til að sjá það, að á Miklabæ
átti hamingjan heima. Eftir að eg hafði kynst heimilinu á
Miklabæ furðaði mig ekki á því, hve heitt sr. Björn elskaði
það, og talaði um það með svo mikilli lotningu, sem væri
það vígður reitur. Það var það.
Þó ósumarlegt sé út að horfa, er bjart og hlýtt í huga
mínum fyrir minningarnar Ijúfu og góðu, sem nú hafa um
hann liðið. Eg er þakklátur fyrir þá miklu og góðu gjöf, sem
mér hefir verið gefin með vináttu sr. Björns og margra ára
náinni viðkynningu. Þaðan hefir mér borist svo margt gott og
mikilsvert, uppbyggilegt og ástúðlegt, að eg veit að mér end-
ist vel og lengi bjarminn af því.
Og nú ber eg þá bæn fram fyrir himnaföðurinn, að hann
vígi sumarið unga heilagri hendi sinni, og láti það verða svo
hagstætt og hamingjuríkt landi og þjóð, að minningarnar um
það, þegar það er liðið, verði þess eðlis, að um þær megi
með jafn miklum sanni segja — eins og um minningar mínar
um sr. Björn á Miklabæ: — »Sjá, ljós er þar yfir«.
Á sumardaginn fyrsta 1924.
2