Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 32
28
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
urinn, eins og Jesús sjálfur lifði í sambandi við hann, varð
þá fyrst varanleg eign þeirra, er upprisa hans frá dauðum
hafði sannfært þá um og sannað þeim alveg sérstakt samband
hans við Guð. Og svo er þessu farið enn í dag. Kenning
Jesú einsaman nægir ekki, til þess að gera oss að kristnum
mönnum, til þess að gróðursetja hjá oss sonarlega guðrækni
hans. Hún verður ávalt að haldast í hendur við ákveðna af-
stöðu til Jesú sjálfs, trúaraístöðu til hans sem guðserindisreka,
og sem Guðs fulltrúa, sem »Guðs sonar«. En þar sem slík af-
staða til hans er orðin virkileiki í lífi voru, svo að vér ber-
um fult traust til hans, þar verða oss engir erfiðleikar á að
veita boðskap hans viðtöku — boðskap hans um föðurþel
Guðs til vor, en með því eru fengin meginskilyrðin fyrir því,
að afstaða vor til Guðs verði sonar-afstaða í líkingu við sonar-
afstöðu Jesú. Og oss er því meiri nauðsyn á að hafa þetta
hugfast sem kristindómurinn er ekki eingöngu viðurkenning
ákveðinna trúarlegra sanninda, heldur eins og fagnaðarerindið
sjálft, sem er hjarta hans, fyrst og fremst Guðs kraftur til
hjálpræðis. Hefði Jesús einvörðungu verið kennari, bá hefði
hans sjálfs ekki þurft með frekar, vér hefðu þá getað látið
oss nægja að minnast hans með þakklæti og aðdáun, en trú-
að á hann hefðum vér ekki.
En þegar eg nefni trúna á Jesú og lærisveins-afstöðu til
hans svo sem skilyrði fyrir kristindómi vorum, þá er það ekki
í þeirri veru talað, að eg vilji að sjálfsögðu binda menn við
kenniseiningar guðfræðinnar og kirkjunnar um persónu hans og
hvernig vér eigum að gera oss grein hennar, svo sem væru
þær eða viðurkenning þeirra, sjálfsagður liður í kristindóntin-
um sem slíkum. Því það eru þær ekki, með fylstu virðingu
fyrir þeim að öðru Ieyti. Að halda öðru fram, væri að mis-
skilja kristindóminn hrapallega og að misbjóða trúnni. Kenni-
setningarnar eru mikilsvirði og ómissandi, en þær eru þó ekki
annað en hugsanir manna, snertandi trúna eða innihald henn-
ar, sem aldrei verður hægt að skylda menn til að viðurkenna,
svo framarlega sem þeir vilja kristnir heita, þótt því miður
hafi einatt verið syndgað í þá átt innan kirkjunnar. Að trúa