Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 35

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 35
Presiafélagsritið. Hvað er kristindómur ? 31 Á þessu er nú sem betur fer aftur að verða breyting. Síð- ustu mannsaldrana þrjá hefir mönnum verið að skiljast það betur og betur hve óheppilegt þetta er fyrir heilbrigðan þroska trúarlífsins og að eina lækningin væri hér sú að hverfa aftur til guðspjallanna, að hverfa aftur frá spaklegum útlistunum trúfræðinganna til sögulegu persónunnar, sem guðspjöllin vitna um. Það var þjóðverjinn Schleiermacher, sem í þessu tilliti kemur mönnum á réttan rekspöl. Síðan hans daga hefir mönnum verið að skiljast það æ betur og betur, að það er ekki Kristur kennisetninganna, játningarritanna og vísindalegu trúarfræðanna, sem mestu skiftir fyrir vöxt trúarlífsins, heldur Jesús Kristur guðspjallanna, að hann, einmitt eins og vér sjáum hann ganga út og inn með lærisveinum sínum, talandi, vitn- andi, fræðandi, huggandi, líknandi og græðandi, hann sé hinn eini sanni og lifandi Kristur. Þar sem hann er, sjáum vér »mannssoninn«, hina miklu þungamiðju vors kristilega lífs; í honum birtist fyrst hið nýja trúarlega líf og kemur fram sem áreiðanleg staðreynd, til þess svo að ganga að erfðum til andlegra niðja hans, lærisveina hans kynslóð eftir kynslóð, svo sem kristileg guðrækni eða trúarsamlíf við Guð svo sem föð- ur vorn í Jesú Kristi. fiann er höfundur og fullkomnari trúar vorrar, því að í persónu hans stígur mannkynið mesta og mikilvægasta sporið fram á leið á torsóttri göngu sinni. í hon- um nær mannkynið fyrst fullorðinsaldri í trúarlegu tilliti. Hann myndar hin miklu aldahvörf í sögu mannkynsins, því að í honum er það sem maðurinn fyrst kvakar í hæðirnar til Guðs segjandi: Faðir! og í honum hlýtur maðurinn aftur af munni Guðs svarið: Barnið mitt! Sonur minn! í öllu sambandi sínu við Guð er hann fulltrúi mannkynsins, hinn annar Adam, mað- urinn eftir hjarta Guðs, eins og hann stóð fyrir hugskotssjón- um skaparans frá öndverðu, áður en syndin varð hinn ægi- legi veruleiki í mannheiminum. Og hann er þá líka fulltrúi mannkynsins að því er snertir sumband mannanna við Guð, og sonarleg guðrækni hans fyrirmynd samlífs þeirra við Guð á öllum tímum. Eg stend nú að vísu gagnvart miklum ráðgátum þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.