Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 35
Presiafélagsritið.
Hvað er kristindómur ?
31
Á þessu er nú sem betur fer aftur að verða breyting. Síð-
ustu mannsaldrana þrjá hefir mönnum verið að skiljast það
betur og betur hve óheppilegt þetta er fyrir heilbrigðan þroska
trúarlífsins og að eina lækningin væri hér sú að hverfa aftur
til guðspjallanna, að hverfa aftur frá spaklegum útlistunum
trúfræðinganna til sögulegu persónunnar, sem guðspjöllin vitna
um. Það var þjóðverjinn Schleiermacher, sem í þessu tilliti
kemur mönnum á réttan rekspöl. Síðan hans daga hefir
mönnum verið að skiljast það æ betur og betur, að það er
ekki Kristur kennisetninganna, játningarritanna og vísindalegu
trúarfræðanna, sem mestu skiftir fyrir vöxt trúarlífsins, heldur
Jesús Kristur guðspjallanna, að hann, einmitt eins og vér sjáum
hann ganga út og inn með lærisveinum sínum, talandi, vitn-
andi, fræðandi, huggandi, líknandi og græðandi, hann sé hinn
eini sanni og lifandi Kristur. Þar sem hann er, sjáum vér
»mannssoninn«, hina miklu þungamiðju vors kristilega lífs; í
honum birtist fyrst hið nýja trúarlega líf og kemur fram sem
áreiðanleg staðreynd, til þess svo að ganga að erfðum til
andlegra niðja hans, lærisveina hans kynslóð eftir kynslóð, svo
sem kristileg guðrækni eða trúarsamlíf við Guð svo sem föð-
ur vorn í Jesú Kristi. fiann er höfundur og fullkomnari trúar
vorrar, því að í persónu hans stígur mannkynið mesta og
mikilvægasta sporið fram á leið á torsóttri göngu sinni. í hon-
um nær mannkynið fyrst fullorðinsaldri í trúarlegu tilliti. Hann
myndar hin miklu aldahvörf í sögu mannkynsins, því að í
honum er það sem maðurinn fyrst kvakar í hæðirnar til Guðs
segjandi: Faðir! og í honum hlýtur maðurinn aftur af munni
Guðs svarið: Barnið mitt! Sonur minn! í öllu sambandi sínu
við Guð er hann fulltrúi mannkynsins, hinn annar Adam, mað-
urinn eftir hjarta Guðs, eins og hann stóð fyrir hugskotssjón-
um skaparans frá öndverðu, áður en syndin varð hinn ægi-
legi veruleiki í mannheiminum. Og hann er þá líka fulltrúi
mannkynsins að því er snertir sumband mannanna við Guð,
og sonarleg guðrækni hans fyrirmynd samlífs þeirra við Guð
á öllum tímum.
Eg stend nú að vísu gagnvart miklum ráðgátum þar sem