Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 37
Prestafélagsritið.
Hvað er kristindómur?
33
Af því að annars getur trúarlíf ]esú aldrei orðið nein mæli-
snúra fyrir oss — annars yrði sonarleg afstaða hans til föð-
urins sérkennileg fyrir hann einan, en fyrir oss takmark,
dýrðlegt takmark að vísu, en svo hátt, að oss væri ekki til
neins að keppa að því. En það var sízt tilætlun Jesú eða
tilgangur með guðræknislífi sínu. Miklu fremur miðaði alt
hans !íf og starf að þessu einu, að vér, bræður hans og syst-
ur í holdinu, mættum í þessu tilliti, hvað snertir afstöðuna til
Guðs, vera eins og hann sjálfur var, standa eins og hann
sjálfur stóð svo sem synir gagnvart föður og sama sonariega
guðræknin verma hjörtu vor, sem vermdi heilagt hjarta hans.
En slíku íakmarki mundum vér kinnoka oss við að keppa
eftir að ná, ef vér mættum ekki, dirfðumst ekki að líta á
samband hans við föðurinn svo sem fullkomlega manniegt
sonarsamband. Því að sé það ekki maðunnn, sem í persónu
Jesú veit sig vera og telur sig vera »son« Guðs, þá verður
hans innra líf á sömu stundu óviðkomandi mér. Hans innra
líf getur þá ekki og getur þá aldrei orðið mitt líf og hans
bæn aldrei orðið mín bæn og hans guðrækni aldrei orðið
mín guðrækni.
Megi eg hins vegar ganga að því vísu, að Jesús Kristur
hafi sem maður verið það sem hann var, sem maður náð
þangað sem hann náði, sem maður beðið eins og hann bað
og barist eins og hann barðist, þá veit eg og skil, að tak-
markið, sem hann setur mér og öðrum lærisveinum sínum er
ekki neitt takmark, sem ómögulegt sé að ná, heldur takmark,
sem oss er einmitt ætlað að ná, ef ekki þessa heims þá
annars, og að það er sælan mesta hér á jörðu að keppa að
því, hafandi Jesú sjálfan fyrir mér svo sem hina dýrlegu fyrir-
mynd fullkomins trúarsamlífs við Guð sem ástríkan föður. Og
ennfremur getum vér sagt: Megi eg ganga að því vísu, að Jesús
hafi sem maður verið það sem hann var og komist það sem
hann komst, þá verður það beint heilög skylda mín við sjálf-
an mig sem mann að nálgast hann sem allra mest að hægt
er, að leita sem allra nánast samfélags við hann svo sem
þann bróður, er getur orðið mér vegur til Guðs svo sem