Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 40

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 40
36 Sigurður P. Sívertsen: PrestafélagsritiÖ. eru „meþódistar“. Þá eru „kongregaziónalistar“ (safnaðarmenn), „baptistar“ (endurskírendur) og „öldungastjórnarmenn“ (Pres- byterians) allir fjölmennir. Aftur á móti eru „kvekarar“ (So- ciety of Friends) og „Herrnhútar“ (Moravians) fremur fá- mennir. Svo er og um flesta aðra trúarflokka mótmælenda, sem í nefndri skýrslu eru taldir, en sem hér er slept að nefna. Þá er fjöldi manns í rómversk kaþólsku kirkjunni, nálega 2 miljónir samkvæmt nefndri skýrslu. Stefnur eru margar innan kirkjudeildanna. Ber mikið á þeim innan biskupakirkjunnar. Hefir vanalega verið talað um þrjár stefnur innan hennar, og þær nefndar: hákirkjustefnan, lágkirkju- og breiðkirkjustefnan. En þetta hefir breyzt á síð- ustu tímum og stefnunum fjölgað. Mun réttast að telja þær nú fimm. Hákirkjustefnan hefir breytt um nafn og heitir nú „ensk-kaþólski flokkurinn“ (Anglo-Catholics). Eru í þeim flokki menn fastheldnir við gamla guðfræði, hátíðlegt guðs- þjónustuhald og fornar kirkjulegar siðvenjur og líkjast í ýmsu rómversk kaþólskum mönnum í hugsunarhætti sínum. — Lág- kirkjustefnan hefir einnig breytt um nafn og skiftist í tvo nokkuð ólíka flokka. Nefnist annar „evangeliski flokkurinn“ (Evangelical). Heldur hann fast við friðþægingarkenningu eldri tíma og er lítið gefið um biblíurannsóknir nútímans. Hinn flokkurinn er frjálslyndur í guðfræðiskoðunum og nefnist „frjálslyndi evangeliski flokkurinn“ (Liberal Evangelical). En sameiginlegt er báðum þessum flokkum, að þeir leggja mikla áherzlu á, að kristindómurinn nái til hjartna manna og stjórni líferni þeirra og nái til allra mála þjóðlífsins og allra stétta. — Þeir sem breiðkirkjustefnunni fylgja eru nú nefndir „nútíðar þjóðkirkjumenn“ (Modern Churchmen). Eru þeir frjálslyndir í trúmálum og í skoðunum sínum um ytra fyrirkomulag kirkj- unnar. — Loks er gætinn miðflokkur, „miðflokkur þjóðkirkju- manna“ (Central Churchmen). Hallast mikill fjöldi leikmanna að þeirri stefnu. Vilja þeir forðast allar öfgar, hvort heldur um kenningar, guösþjónustuhald eða kirkjufyrirkomulag er að ræða. Þannig er hugsunarhátturinn ólíkur og margbreytilegur inn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.