Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 40
36
Sigurður P. Sívertsen:
PrestafélagsritiÖ.
eru „meþódistar“. Þá eru „kongregaziónalistar“ (safnaðarmenn),
„baptistar“ (endurskírendur) og „öldungastjórnarmenn“ (Pres-
byterians) allir fjölmennir. Aftur á móti eru „kvekarar“ (So-
ciety of Friends) og „Herrnhútar“ (Moravians) fremur fá-
mennir. Svo er og um flesta aðra trúarflokka mótmælenda,
sem í nefndri skýrslu eru taldir, en sem hér er slept að nefna.
Þá er fjöldi manns í rómversk kaþólsku kirkjunni, nálega
2 miljónir samkvæmt nefndri skýrslu.
Stefnur eru margar innan kirkjudeildanna. Ber mikið á
þeim innan biskupakirkjunnar. Hefir vanalega verið talað um
þrjár stefnur innan hennar, og þær nefndar: hákirkjustefnan,
lágkirkju- og breiðkirkjustefnan. En þetta hefir breyzt á síð-
ustu tímum og stefnunum fjölgað. Mun réttast að telja þær
nú fimm. Hákirkjustefnan hefir breytt um nafn og heitir nú
„ensk-kaþólski flokkurinn“ (Anglo-Catholics). Eru í þeim
flokki menn fastheldnir við gamla guðfræði, hátíðlegt guðs-
þjónustuhald og fornar kirkjulegar siðvenjur og líkjast í ýmsu
rómversk kaþólskum mönnum í hugsunarhætti sínum. — Lág-
kirkjustefnan hefir einnig breytt um nafn og skiftist í tvo
nokkuð ólíka flokka. Nefnist annar „evangeliski flokkurinn“
(Evangelical). Heldur hann fast við friðþægingarkenningu eldri
tíma og er lítið gefið um biblíurannsóknir nútímans. Hinn
flokkurinn er frjálslyndur í guðfræðiskoðunum og nefnist
„frjálslyndi evangeliski flokkurinn“ (Liberal Evangelical). En
sameiginlegt er báðum þessum flokkum, að þeir leggja mikla
áherzlu á, að kristindómurinn nái til hjartna manna og stjórni
líferni þeirra og nái til allra mála þjóðlífsins og allra stétta. —
Þeir sem breiðkirkjustefnunni fylgja eru nú nefndir „nútíðar
þjóðkirkjumenn“ (Modern Churchmen). Eru þeir frjálslyndir í
trúmálum og í skoðunum sínum um ytra fyrirkomulag kirkj-
unnar. — Loks er gætinn miðflokkur, „miðflokkur þjóðkirkju-
manna“ (Central Churchmen). Hallast mikill fjöldi leikmanna
að þeirri stefnu. Vilja þeir forðast allar öfgar, hvort heldur
um kenningar, guösþjónustuhald eða kirkjufyrirkomulag er
að ræða.
Þannig er hugsunarhátturinn ólíkur og margbreytilegur inn-