Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 42
38
Sigurður P. Sívertsen:
á stólunum. Er á hverju stólbaki ágætlega útbúin hilla til
þess að leggja frá sér helgisiðabók og sálmabók og biblíu
eða nýja testamenti, og geyma þar, ef menn vilja. Því að
þessar bækur nota menn við guðsþjónusturnar og þykir mörg-
um þægilegt að geyma þær í kirkjunni, svo að þeir þurfi ekki
að bera þær með sér til hverrar guðsþjónustu. Skemill er
einnig við sæti manna, svo að menn geti kropið við guðs-
þjónusturnar. Vfirleitt ber öll gerð og útbúnaður kirkjuhús-
anna vott um ræktarsama viðleitni á að hafa allan umbúnað
á þann hátt, að farið geti vel um kirkjugestina og ekkert
verði til óþæginda eða trufli gaðsdýrkun þeirra.
Ekki eru rómversk kaþósku kirkjuhúsin síður vegleg en
kirkjuhús þjóðkirkjunnar. Aftur á móti er minna borið í mörg
af guðsþjónustuhúsum utanþjóðkirkjumanna, þótt þeir einnig í
sumum borgunum eigi afarstórar og veglegar kirkjur og sam-
komuhús.
Guðsþjónustuhald ensku biskupakirkjunnar er mjög frá-
brugðið voru guðsþjónustuhaldi. Er þar farið eftir helgisiðabók
þeirri (The Book of Common Prayer), er samin var á sið-
bótartímanum og haldist hefir í öllum aðalatriðum óbreytt
frá því á dögum Elísabetar drotningar fram til vorra tíma.
En á síðastliðnu sumri hafði kirkjuþing biskupakirkjunnar')
ýmsar breytingartillögur á hinni gömlu helgisiðabók til með-
ferðar og þær sumar verulegar. Að vísu voru breytingar þær,
er samþyktár voru að þessu sinni, allar fremur smávægilegar,
en sennilegt þykir, að hér verði ekki látið staðar nema, en
haldið verði smátt og smátt áfram að breyta því, er menn
hafa illa getað felt sig við á síðari tímum.
Samkvæmt helgisiðabók þessari á daglega að halda guðs-
þjónustu í hverri kirkju, bæði kvölds og morgna. Byrjar hver
guðsþjónusta með því að presturinn les ritningargrein og stutt
inngangsávarp. Síðan skiftist á söngur og bænalestur eða tón,
ritningarlestur, bæði úr gamla og nýja testamentinu, synda-
játning og trúarjátning og síðast postulleg blessun. Davíðs-
1) The national Assembly of the Church of England.