Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 51

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 51
Prcstafélscsritið. Um kirkjulíf á Englandi. 47 tal við um þetta, höfðu stundað háskólanám í 6—7 ár, fyrst lekið alment kandídatspróf eftir 3 ár (B. A.) og síðan meist- arapróf (M. A.) eftir önnur 3—4 ár. En sagt var mér um presta, sem stundað höfðu háskólanám aðeins í 3 ár. Virtust mér öll námsskilyrði afargóð fyrir þá, er nám stund- uðu í háskólabæjunum Oxford og Cambridge og einnig í London, sérstaklega fyrir þá, er bjuggu á »kollegíunum« og nutu þar kenslu og leiðbeininga og ágætra kenslutækja. Kynt- ist eg nokkuð ýmsum af »collegíum« þessum, en bezt þó *collegíi« fyrir guðfræðinga »kongregazíónalista« í Oxford. Dáðist eg að öllu fyrirkomulagi þar og óskaði mér að ís- lenzkir stúdentar ættu við slík kjör að búa á námsárum sínum. Um kjör presta spurðist eg fyrir, og var mér sagt, að þau væru æði misjöfn og að margir prestar ættu við erfið launa- kjör að búa. Verkahringur presta er einnig næsta ólíkur. Sum prestaköll eru fjölmenn, einkum í borgunum; í sveitunum mun í presta- köllunum alment um þúsund manns eða þar yfir, en sumstaðar líka miklu færri. Varð eg alveg hissa á því, hve sum presta- köll voru mannfá, ekki mannfleiri en mörg sveitaprestaköll hér á landi. Var mér sagt að ástæðan væri sú, að hvert þorp vildi hafa sinn prest, ef þau væru ekki því minni. En þar eð skilyrðin fyrir vexti þorpanna væru næsta misjöfn, væri ekki samræmi í stærð prestakalla. Biskupum sínum veita Englendingar ágæt starfskjör, en virðast einnig krefjast mikils af þeim. Veittist mér sú ánægja að koma á eitt af biskupssetrunum og kynnast þar einum af yngri biskupunum, mikilhæfum lærdómsmanni, frjálslyndum og shugasömum, sem áður hafði verið prófessor í Oxford. — Biskupssetrin nefna Englendingar hallir (palace) og virtist mér það réttnefni á þessu setri, sem eg kom á. Og alt bar þess vott, að hér væri um embætti að ræða, sem mikilsvert þætti þar í landi að hlynt væri að á allar lundir, svo að ytri kjörin öftruðu því ekki að embættismaðurinn gæti notið sín. og orðið til sem mestrar blessunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.