Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 51
Prcstafélscsritið.
Um kirkjulíf á Englandi.
47
tal við um þetta, höfðu stundað háskólanám í 6—7 ár, fyrst
lekið alment kandídatspróf eftir 3 ár (B. A.) og síðan meist-
arapróf (M. A.) eftir önnur 3—4 ár. En sagt var mér um
presta, sem stundað höfðu háskólanám aðeins í 3 ár.
Virtust mér öll námsskilyrði afargóð fyrir þá, er nám stund-
uðu í háskólabæjunum Oxford og Cambridge og einnig í
London, sérstaklega fyrir þá, er bjuggu á »kollegíunum« og
nutu þar kenslu og leiðbeininga og ágætra kenslutækja. Kynt-
ist eg nokkuð ýmsum af »collegíum« þessum, en bezt þó
*collegíi« fyrir guðfræðinga »kongregazíónalista« í Oxford.
Dáðist eg að öllu fyrirkomulagi þar og óskaði mér að ís-
lenzkir stúdentar ættu við slík kjör að búa á námsárum sínum.
Um kjör presta spurðist eg fyrir, og var mér sagt, að þau
væru æði misjöfn og að margir prestar ættu við erfið launa-
kjör að búa.
Verkahringur presta er einnig næsta ólíkur. Sum prestaköll
eru fjölmenn, einkum í borgunum; í sveitunum mun í presta-
köllunum alment um þúsund manns eða þar yfir, en sumstaðar
líka miklu færri. Varð eg alveg hissa á því, hve sum presta-
köll voru mannfá, ekki mannfleiri en mörg sveitaprestaköll
hér á landi. Var mér sagt að ástæðan væri sú, að hvert
þorp vildi hafa sinn prest, ef þau væru ekki því minni. En
þar eð skilyrðin fyrir vexti þorpanna væru næsta misjöfn, væri
ekki samræmi í stærð prestakalla.
Biskupum sínum veita Englendingar ágæt starfskjör, en
virðast einnig krefjast mikils af þeim. Veittist mér sú ánægja
að koma á eitt af biskupssetrunum og kynnast þar einum af
yngri biskupunum, mikilhæfum lærdómsmanni, frjálslyndum og
shugasömum, sem áður hafði verið prófessor í Oxford. —
Biskupssetrin nefna Englendingar hallir (palace) og virtist
mér það réttnefni á þessu setri, sem eg kom á. Og alt bar
þess vott, að hér væri um embætti að ræða, sem mikilsvert
þætti þar í landi að hlynt væri að á allar lundir, svo að ytri
kjörin öftruðu því ekki að embættismaðurinn gæti notið sín.
og orðið til sem mestrar blessunar.