Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 61

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 61
Preslafélagsritið. Sadnu Sundar Singh. 57 En þau irúarbrögð, sem svo mikla blessun höfðu fluit móður hans, gátu þó engan veginn fullnægt öflugri trúarþrá hins unga sveins. Þá fyrst fékk órótt og leitandi hjarta hans þann frið, þá gleði, er það þráði, er hann á 16. aldursári tók kristna trú. En slíkt spor var sízt stigið baráttulaust, svo djúpar rætur sem trú feðranna, fyrir umhyggju móður hans, hafði náð að festa í sálu hans. Og þá baráttu varð hann að heyja einn, því að einmitt um það leyti, sem fyrstu boðar sál- aróróseminnar tóku að rísa í sálu hans, misti hann móður sína. Þegar á unga aldri sótti Sundar trúboðsskólann í bæ sín- um, en gaf í fyrstu trúarbragðakenslunni mjög lítinn gaum. En jafnskjótt og hann stálpaðist, tók hann meir og meir að amast við kristindóminum. Það olli honum mikillar gremju og óbærilegs sársauka, að þessi trúarstefna teldi sig standa fram- ar helgum átrúnaði forfeðra hans. Á skólanum reyndi hann þá líka eftir mætti, að gera kristindóminn sem skoplegastan og hlægilegastan í augum námsbræðra sinna og valdi honum þau hæðilegustu og fyrirlitlegustu nöfn, sem tök voru á. Loks snerist gremja hans og fyrirlitning upp í ofstækisfult hatur og einu sinni tók hann nýja testamentið í viðurvist bekkjarbræðra sinna, reif það í tætlur og henti því í eldinn. Því öflugri, sem óbeit hans varð á kristnu trúnni, því meir sökti hann sér niður í hin helgu rit hindúismans, búddhismans og annara austrænna trúarbragða. Daga og nætur sat hann við lestur þessara rita, en það var eins og stórflóði efasemda hefði verið veitt inn í sálu hans. Við lestur ritanna vöknuðu se fleiri og fleiri vafaspurningar, sem hann hafði engin tök á að svara. Sú »fræðsla«, sem þar varð fyrir honum, gaf ekk- ert svar. Hún gat enga svölun veitt brennandi hjálpræðis- þorsta hans, né létt af honum óbærilegu fargi syndavitundar- innar. Á ölturum þessara trúarflokka brann enginn eldur himnesks föðurkærleika og í musterum þeirra kom enginn sá fram, er mælti þau orð, er hann þráði heitast að heyra: »Komið fil mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld*. Sverð efasemdanna nísti hjarta hans. og myrkur örvæntingar og skelfingar lagðist á sálu hans. Loks
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.