Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 61
Preslafélagsritið.
Sadnu Sundar Singh.
57
En þau irúarbrögð, sem svo mikla blessun höfðu fluit
móður hans, gátu þó engan veginn fullnægt öflugri trúarþrá
hins unga sveins. Þá fyrst fékk órótt og leitandi hjarta hans
þann frið, þá gleði, er það þráði, er hann á 16. aldursári
tók kristna trú. En slíkt spor var sízt stigið baráttulaust, svo
djúpar rætur sem trú feðranna, fyrir umhyggju móður hans,
hafði náð að festa í sálu hans. Og þá baráttu varð hann að
heyja einn, því að einmitt um það leyti, sem fyrstu boðar sál-
aróróseminnar tóku að rísa í sálu hans, misti hann móður sína.
Þegar á unga aldri sótti Sundar trúboðsskólann í bæ sín-
um, en gaf í fyrstu trúarbragðakenslunni mjög lítinn gaum.
En jafnskjótt og hann stálpaðist, tók hann meir og meir að
amast við kristindóminum. Það olli honum mikillar gremju og
óbærilegs sársauka, að þessi trúarstefna teldi sig standa fram-
ar helgum átrúnaði forfeðra hans. Á skólanum reyndi hann
þá líka eftir mætti, að gera kristindóminn sem skoplegastan
og hlægilegastan í augum námsbræðra sinna og valdi honum
þau hæðilegustu og fyrirlitlegustu nöfn, sem tök voru á. Loks
snerist gremja hans og fyrirlitning upp í ofstækisfult hatur og
einu sinni tók hann nýja testamentið í viðurvist bekkjarbræðra
sinna, reif það í tætlur og henti því í eldinn.
Því öflugri, sem óbeit hans varð á kristnu trúnni, því meir
sökti hann sér niður í hin helgu rit hindúismans, búddhismans
og annara austrænna trúarbragða. Daga og nætur sat hann við
lestur þessara rita, en það var eins og stórflóði efasemda
hefði verið veitt inn í sálu hans. Við lestur ritanna vöknuðu
se fleiri og fleiri vafaspurningar, sem hann hafði engin tök á
að svara. Sú »fræðsla«, sem þar varð fyrir honum, gaf ekk-
ert svar. Hún gat enga svölun veitt brennandi hjálpræðis-
þorsta hans, né létt af honum óbærilegu fargi syndavitundar-
innar. Á ölturum þessara trúarflokka brann enginn eldur
himnesks föðurkærleika og í musterum þeirra kom enginn sá
fram, er mælti þau orð, er hann þráði heitast að heyra: »Komið
fil mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og eg mun
veita yður hvíld*. Sverð efasemdanna nísti hjarta hans. og
myrkur örvæntingar og skelfingar lagðist á sálu hans. Loks