Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 62

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 62
58 Hálfdan Helgason: Prestafélagsritið. varð honum lífið svo gersamlega óbærilegt, að hann ákvað, að fremja sjálfsmorð. Kl. 5 hvern morgun, þaut hraðlest rétt fram hjá húsi föður hans. Hann ákvað að leggjast á járnbraut- arteinana og bíða þar dauða síns. Tveim klukkustundum áð- ur, kl. 3 um nóttina, lagðist hann á bæn. Var þá svo komið fyrir honum, að hann var jafnvel farinn að efast um sjálfa tilveru Guðs. »Guð, sért þú nokkur til, þá sýndu mér veg hjálpræðisins«. Það var fyrsta bænakall sárþjáðrar, örvænt- ingarfullrar sálar hans. Heila klukkustund lá hann á bæn og hrópaði til Guðs, í skelfilegri sálarneyð sinni, — en fákk ekkert svar. Um hálf fimm leytið var sem einhvern bjarma legði um herbergið og litlu síðar sá hann dýrlega veru standa fyrir framan sig. Hann þekti þessa veru ekki í fyrstu, en svo heyrði hann sagt, með mildri og þýðri kærleiksraustu: »Eg gaf líf mitt fyrir þig. Hversu lengi ætlar þú að ofsækja mig?« Þá sá hann naglaför í höndum verunnar og vissi nú að þetta var Jesús Kristur. Og það sem önnur trúarbrögð höfðu ekki getað veitt honum, þrátt fyrir margra ára ötula leit hans, það veitti Jesús honum nú á nokkrum augnablikum. — Sýnin var horfin, en ósegjanlegur friður og gleði gagntók hjarta hans. Með tárvot augu og hjarta, sem titraði af dásamlegri gleði, reis hann á fætur, gekk inn til föður síns, sem svaf í her- bergi við hliðina á hans, og mælti við hann: »Nú er eg orð- inn kristinn, og eg ætla að þjóna Kristi alt mitt líf«. Hinni innri baráttu var nú lokið, en þá tók sú ytri við. Þar varð hann jafnvel að berjast við þá, sem hann unni mest, föður sinn og nánustu ættingja. Hvar sem hann gekk á götu var hrópað háðungarorðum á eftir honum og honum valin smánaryrði eins og: »meinsærismaður«, »svikari«, »trúníðing- ur« o. fl. Heima dundu á honum háðuleg formælingarorð bróður hans, en sárast tók það hann, að horfa upp á hina djúpu sorg föður síns. Engum var meira hugleikið að halda uppi heiðri stéttarinnar 0 en gamla Singh. í grátþrungnum, 1) Þjóðfélag Hindúa á Indlandi skiftist í tvo aðalflokka, evfðastéttar- menn og utanstéttarmenn (paria). Erfðastéttirnar eru máttarstoðir þjóð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.