Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 62
58
Hálfdan Helgason:
Prestafélagsritið.
varð honum lífið svo gersamlega óbærilegt, að hann ákvað,
að fremja sjálfsmorð. Kl. 5 hvern morgun, þaut hraðlest rétt
fram hjá húsi föður hans. Hann ákvað að leggjast á járnbraut-
arteinana og bíða þar dauða síns. Tveim klukkustundum áð-
ur, kl. 3 um nóttina, lagðist hann á bæn. Var þá svo komið
fyrir honum, að hann var jafnvel farinn að efast um sjálfa
tilveru Guðs. »Guð, sért þú nokkur til, þá sýndu mér veg
hjálpræðisins«. Það var fyrsta bænakall sárþjáðrar, örvænt-
ingarfullrar sálar hans. Heila klukkustund lá hann á bæn og
hrópaði til Guðs, í skelfilegri sálarneyð sinni, — en fákk
ekkert svar. Um hálf fimm leytið var sem einhvern bjarma
legði um herbergið og litlu síðar sá hann dýrlega veru standa
fyrir framan sig. Hann þekti þessa veru ekki í fyrstu, en svo
heyrði hann sagt, með mildri og þýðri kærleiksraustu: »Eg
gaf líf mitt fyrir þig. Hversu lengi ætlar þú að ofsækja mig?«
Þá sá hann naglaför í höndum verunnar og vissi nú að þetta
var Jesús Kristur. Og það sem önnur trúarbrögð höfðu ekki
getað veitt honum, þrátt fyrir margra ára ötula leit hans, það
veitti Jesús honum nú á nokkrum augnablikum. — Sýnin var
horfin, en ósegjanlegur friður og gleði gagntók hjarta hans.
Með tárvot augu og hjarta, sem titraði af dásamlegri gleði,
reis hann á fætur, gekk inn til föður síns, sem svaf í her-
bergi við hliðina á hans, og mælti við hann: »Nú er eg orð-
inn kristinn, og eg ætla að þjóna Kristi alt mitt líf«.
Hinni innri baráttu var nú lokið, en þá tók sú ytri við.
Þar varð hann jafnvel að berjast við þá, sem hann unni mest,
föður sinn og nánustu ættingja. Hvar sem hann gekk á götu
var hrópað háðungarorðum á eftir honum og honum valin
smánaryrði eins og: »meinsærismaður«, »svikari«, »trúníðing-
ur« o. fl. Heima dundu á honum háðuleg formælingarorð
bróður hans, en sárast tók það hann, að horfa upp á hina
djúpu sorg föður síns. Engum var meira hugleikið að halda
uppi heiðri stéttarinnar 0 en gamla Singh. í grátþrungnum,
1) Þjóðfélag Hindúa á Indlandi skiftist í tvo aðalflokka, evfðastéttar-
menn og utanstéttarmenn (paria). Erfðastéttirnar eru máttarstoðir þjóð-