Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 63
Prestafélag3ritið.
Sadhu Sundar Singh.
59
örvæntingarfullum bænarróm, með heiftarfullum formælingum,
reyndi hann, að telja syni sínum hughvarf. En alt kom fyrir
ekki. »Á þér hefir ætt vor reist allar vonir sínar. Þú ert
sólin á heimili voru. Hugsaðu þér, hverjar afleiðingar það
hefði, ef það fréttist, að þú værir orðinn »kristinn«. O, hversu
viðbjóðslegt er þetta nafn! Það mundi gera að engu allar
vonir vorar. Eg yrði að reka þig burt af heimilinu, svo að
það yrði þó að minsta kosti óflekkað. Við yrðum til háðungar
og hneisu fyrir allan ættflokkinn«. — Vellauðugur ættingi
Sundars fór eitt sinn með hann niður í kjallara hallar sinnar
og sýndi honum þar stóra kistu, fulla af peningum og ómet-
anlegum dýrgripum, og bauðst til að gefa honum alt þetta, ef
hann léti af áformi sínu. Slíka fjársjóði hafði Sundar aldrei
dreymt um. En annað fékk þó meira á hann. Það var hinn
samli, stórláti frændi hans, er nú kraup í auðmýkt grátandi
við fætur hans. Og þó svaraði Sundar: »Nei, eg get það ekki«.
Föðurhúsin urðu honum að síðustu hryllilegur kvalarstaður.
En í öllu þessu svartnætti freistinga og þrauta, sá hann þó
eitt ljós, sem aldrei hætti að skína. Það voru orð drottins:
sHver, sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki
verður. Og hver, sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir,
er mín ekki verður«. Loks þraut þolinmæði föðurins og með
heiftúðugum formælingarorðum rak hann son sinn á dyr.
félagsins, — höfðingjarnir útvaldir af guðunum, tvisvar holdgaðir. Utan-
stéttarmennirnir eru fyrirlitnir, — óhreinir, — þrælarnir, almúginn, sem
verður að búa alveg út af fyrir sig og vinna þau verk fyrir hina, sem
þeir vilja ekki gera sjáifir. Erfðastéttirnar skiftast aftur í mörg þúsund
undirdeildir, þar eð hver iðnaður, starf eða atvinna er erfðastétt út af fyrir
s'9> og teljast þau börn, er fæðast í hverri deild, til hennar samkvæmt
fæðingu sinni. Sérhver slík stéttardeild hefir sína siði, erfðakenningar,
venjur og hætti í klæðaburði, matseld o. s. frv., og oft sérstaka tegund
guðsdýrkunar. — Stéttardeildirnar hafa ekkert saman að sælda sín á milli,
°9 meðlimir ólíkra stéttardeilda mega ekki matast saman né tengjast
venslaböndum. Sá, sem fylgir ekki reglum stéttar sinnar hefir syndgað
á móti guði og mönnum, er talinn óhreinn og böivaður og hlýtur því
Þegar í stað, að yfirgefa heimili sitt til þess að saurga það ekki.