Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 66

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 66
62 Hálfdan Helgason: Prcstafélagsrifiö. ingum þeirra hræðilegu misþyrminga, sem hann hefir orðið að þola áður. Vér sjáum hér örlitla mynd af öllum þeim ótelj- andi píslartækjum, sem heiðingjar nota til þess að kvelja og deyða kristna trúboða. Sundar Singh hefir á ferðum sín- um um Tíbet rækilega kynst pintingum Tíbetbúa, en hver þraut færði honum heim sanninn um, að hann væri sízt einn í starfi sínu, heldur væri hann undir sérstakri vernd og varð- veislu drottins síns. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi. Eitt sinn var Sundar hent niður í brunn, þar sem ekkert vatn var, en botninn þakinn líkum og beinum dauðra manna. Brunninum var ramlega lokað. Aður en honum var hent niður hafði annar handleggur hans verið brotinn. I þrjá sólar- hringa lá hann þar og verður líkamskvölum hans sízt með orðum lýst. En er hann tók að biðja fylti slíkur friður og gleði sálu hans, að hann næstum gleymdi þjáningum sínum. Honum var það ljóst, að sá kraftur kæmi frá hinum lifandi frelsara sjálfum. Er hann hafði legið þarna í þrjú dægur samfleytt, heyrði hann, að einhver var að reyna að opna dyr fangelsis hans. Hann heyrði lykilinn ýskra í lásnum og loks glamrið í járnstöngunum, er varpað var til hliðar. Þá var reipi látið síga niður, hann greip í það og var dreginn upp. En hvergi sá hann þann, er hafði bjargað honum og brotni handleggurinn var skyndilega orðinn alveg heill. Um viðburð þennan farast Sundar þannig orð: »Eg vissi ekki hvort það var engill eða ]esús sjálfur, sem lyfti mér upp úr brunninum. Hver sem það var, þá var það mikið kraftaverk. En stærsta kraftaverkið var þó það, að Jesús, mitt í þjáningum mínum, fylti hjarta mitt slíkum friði og gleði*. í annað skifti var Sundar varpað í fangelsi. En er það fréttist, að hann prédikaði meðal fanganna og að þeir fúslega hlýddu á hann, var ákveðið að herða á refsingunni. Var þá farið með hann út undir bert loft. Hendur hans og fætur voru festar í tréstokk, þannig að hann aðeins gat setið kengboginn. Hann var ber að ofan og voru blóðsugur festar á líkama hans ofanverðum. Þannig varð hann að sitja fyrst allan daginn í steikjandi sólarhita og þá um nóttina í nístandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.