Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 70

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 70
66 Hálfdan Helgason: Prestafélagsrifiö. birtist þannig aldrei í búningi vísindalegs fræðikerfis, heldur ýmist í fögrum, auðskildum líkingum, teknum úr daglegu lífi manna og náttúrunnar, eða í skýrum og þróttmiklum vitnisburði um unaðsríka sælu samfélagsins við Jesú Krist. — Það má nú nærri geta, að Sundar Singh, svo djúpt og inni- legt sem trúarlíf hans er, gerir skýran greinarmun á trú og þekkingu. Þekkingin, þ. e. a. s. hugsunarstarf mannsins eitt, getur aldrei leitt hann til Krists. Sannleikurinn er ekki trúar- setningar, þær skýra oss aðeins frá sannleikanum. Sannleik- urinn er persónulegur, hann er Jesús Kristur sjálfur. Það er því ekki nóg að þekkja hann af bókum, vita svo og svo mik- ið um hann. Krists-þekkingin verður að byggjast á innilegu trúarsamfélagi við hann. — Vísindarannsóknir, hverju nafni sem þær nefnast, veita engan styrk sjálfu trúarlífi mannsins, en geta oft lagst eins og farg á það og kæft það með öllu. Enda er slík þekking með öllu óþörf. Eins og fegurð náttúr- unnar getur gripið menn alveg jafnt fyrir því, þótt þeir séu ekki lærðir landfræðingar, þannig er hægt að öðlast gæði guðsríkisins án nokkurrar sérstakrar guðfræðilegrar þekkingar. Vatnið er manninum nauðsynlegt og kemur honum að jafn- miklu gagni, þótt hann ekki þekki efnafræðilega samsetningu þess. Hin sanna Krists-þekking fæst hins vegar aðeins fyrir rétt- an lestur guðsorðs og fyrir bænasamfélag við Krist sjálfan. Biblían verður þannig annar aðalgrundvöllur sannrar Krists- þekkingar. Hún geymir grundvallarsannindi guðsorðs. I henni opinberast Kristur þeim, er leita hans af hreinum hvötum. Hún er innblásin af heilögum anda, ekki þó þannig, að hver einstakur stafur sé innblásinn: »Eins og fötin mín eru ekki eg sjálfur, þannig eru orðin aðeins mannlegt mál«. Sundar Singh gerir þá líka greinarmun á einstökum ritum ritningar- innar. Nýja testamentinu virðist hann vera handgengnastur, og Jóh. guðspjall honum ástfólgnast. En innri merking orðanna er innblásin. Þá merkingu finnur hver sá, er les biblíuna rétti- lega, þ. e. a. s. með hugarfari hins auðmjúka friðþyrsta synd- ara, sem ekki les hana til þess að gagnrýna hana og dæma, heldur til þess að verða sjálfur dæmdur af henni. Biblían
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.