Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 73

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 73
Prestafélagsritiö. Sadhu Sundar Singh. 69 heims veita manninum enga algera fullnægingu. En þar fyrir á maðurinn ekki að fiýja heiminn. Hins vegar á maðurinn ekki að gefa sig heimshyggjunni á vald. »Báturinn á að vera í vatninu, en vatnið á ekki að vera í bátnum*. Kristinn maður á að lifa í heiminum, en heimurinn á ekki að lifa í honum. Það er nauðsynlegt, að maðurinn læri að nota gæði þessa heims réttilega. Hann getur ekki án margra þeirra verið: »Vér getum ekki lifað án vatnsins, en vér megum ekki drukna í vatninu«. »Þótt fiskar lifi í söltu vatni, þá verða þeir þó aldrei saltir, því að þeir eru lifandi verur. Svo er og um manninn, sem lifir í bæninni. Þótt hann lifi í syndspiltu heimshafinu, þá verður hann ekki snortinn af salti þess (þ. e. a. s. syndinni)«. — í bæninni er það Jesús Kristur sjálfur, hinn upprisni drott- inn, sem tekur sér bústað í hjarta mannsins. Bænin leiddi Sundar til Krists, og hann veitti sál hans alla þá svölun, er hún þráði. ]esús Kristur er því eins og miðdepillinn í öllu lífi hans, um hann einan snúast allar hugsanir Sundars, orð og gerðir. »Hann er líf mitt. Hann er mér alt bæði á himni og jörðu. Nálægð Krists veitir mér frið, sem er æðri öllum skiln- ingi, hvar sem eg er. Mitt í ofsóknunum hefi eg fundið gleði, frið og hamingju. Hann var með mér á heimili mínu. Hann var hjá mér í fangelsinu. I honum breyttist fangelsið í himna- ríki og krossinn í blessunarlind*. Kristsfræði Sundar Singhs leggur einkum áherzlu á þetta tvent: Kristur er guðssonurinn og frelsarinn. — Hann er guðssonurinn, sem opinberar Guð. í honum opinberast Guð manninum, sem kærleiksríkur faðir. Kærleikurinn er þannig insta eðli Guðs. Sundar Singh þekkir ekki hinn reiða Guð, sem ávalt er að endurgjalda manninum, refsa honum fyrir synd hans. Guð elskar syndarann og kærleikur hans nær nið- Ur í sjálft helvítið. Guð þekkir ekki eilífa fordæmingu, en leiðir flesta, ef ekki alla, til hjálpræðis. Hann sendir engan mann «1 helvítis. Það er synd mannsins sjálfs, sem gerir það. Mað- urinn dæmir sjálfan sig úr himnavist um leið og hann gefur s>9 á vald hins illa og hafnar Guði. — ]esús Kristur einn opinberar Guð sem kærleiksríkan föður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.