Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 73
Prestafélagsritiö.
Sadhu Sundar Singh.
69
heims veita manninum enga algera fullnægingu. En þar fyrir á
maðurinn ekki að fiýja heiminn. Hins vegar á maðurinn ekki
að gefa sig heimshyggjunni á vald. »Báturinn á að vera í
vatninu, en vatnið á ekki að vera í bátnum*. Kristinn maður
á að lifa í heiminum, en heimurinn á ekki að lifa í honum.
Það er nauðsynlegt, að maðurinn læri að nota gæði þessa
heims réttilega. Hann getur ekki án margra þeirra verið:
»Vér getum ekki lifað án vatnsins, en vér megum ekki drukna
í vatninu«. »Þótt fiskar lifi í söltu vatni, þá verða þeir þó aldrei
saltir, því að þeir eru lifandi verur. Svo er og um manninn,
sem lifir í bæninni. Þótt hann lifi í syndspiltu heimshafinu, þá
verður hann ekki snortinn af salti þess (þ. e. a. s. syndinni)«. —
í bæninni er það Jesús Kristur sjálfur, hinn upprisni drott-
inn, sem tekur sér bústað í hjarta mannsins. Bænin leiddi
Sundar til Krists, og hann veitti sál hans alla þá svölun, er
hún þráði. ]esús Kristur er því eins og miðdepillinn í öllu lífi
hans, um hann einan snúast allar hugsanir Sundars, orð og
gerðir. »Hann er líf mitt. Hann er mér alt bæði á himni og
jörðu. Nálægð Krists veitir mér frið, sem er æðri öllum skiln-
ingi, hvar sem eg er. Mitt í ofsóknunum hefi eg fundið gleði,
frið og hamingju. Hann var með mér á heimili mínu. Hann
var hjá mér í fangelsinu. I honum breyttist fangelsið í himna-
ríki og krossinn í blessunarlind*.
Kristsfræði Sundar Singhs leggur einkum áherzlu á þetta
tvent: Kristur er guðssonurinn og frelsarinn. — Hann er
guðssonurinn, sem opinberar Guð. í honum opinberast Guð
manninum, sem kærleiksríkur faðir. Kærleikurinn er þannig
insta eðli Guðs. Sundar Singh þekkir ekki hinn reiða Guð,
sem ávalt er að endurgjalda manninum, refsa honum fyrir
synd hans. Guð elskar syndarann og kærleikur hans nær nið-
Ur í sjálft helvítið. Guð þekkir ekki eilífa fordæmingu, en leiðir
flesta, ef ekki alla, til hjálpræðis. Hann sendir engan mann
«1 helvítis. Það er synd mannsins sjálfs, sem gerir það. Mað-
urinn dæmir sjálfan sig úr himnavist um leið og hann gefur
s>9 á vald hins illa og hafnar Guði. —
]esús Kristur einn opinberar Guð sem kærleiksríkan föður.