Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 74
70 Hálfdan Helgason: Prestaféiagsritið.
í heimspeki Grikkja og Hindúa er hvergi minst á slíkan föður,
og Búddha, sem var mikill kennari, þekti hann heldur ekki.
Þessvegna er Kristur líka sá eini, sem getur leitt manninn til
Guðs. Engin sönn guðsþekking fæst nema fyrir hann, sem var
ímynd veru Guðs. Enginn kemst til föðurins nema fyrir Jesú
Krist. Maðurinn getur ekki farið »beint til Guðs«. Sá, sem
byggir slíka kenningu á dæmisögunni um glataða soninn, er
milliliðalaust hélt heim til föðurins, hefir ekki athugað söguna
nógu vel. Glataði sonurinn þurfti ekki á slíkum meðalgangara
að halda, því að hann hafði verið hjá föðurnum áður og þekti
hann frá fyrri tíð.
Jafnframt því sem Jesús er guðssonurinn, sem opinberar
kærleika Guðs, þá er hann einnig frelsarinn dásamlegi. Sundar
Singh hafði reynt að yfirbuga syndina af sjálfsdáðum og vinna
hjálpræðið, en það hafði reynst honum ofraun. »Góð verk
gera ekki manninn góðan«, sú varð reynsla hans. »Manninum
er nauðsyn á frelsara. Þegar syndavitund mannsins er vöknuð,
þá verður hún honum sú byrði, sem hann ekki fær risið
undir. En á meðan hann lifði í syndinni fann hann ekki til
þessa. Hér er líkt á komið og fyrir manninum, sem á meðan
hann er á kafi í vatninu, ekki finnur þunga þess, hversu
margar smálestir vatns, sem eru yfir höfði honum. En þegar
hann er kominn upp úr því og reynir að bera í höndum sér,
þó ekki sé nema lítið af vatni, þá mun hann finna þunga
þess«. Kristur einn getur frelsað manninn frá syndinni. »Kolin
eru svört og hversu sem vér þvoum þau, þá halda þau áfram
að vera svört, en ef vér köstum þeim á eld, þá verða þau
hvítglóandi. Þannig getur syndarinn ekki sjálfur þvegið burt
syndir sínar, en verður að leita hjálpar hans, sem hefir eld
guðlegs lífs í sér búandi*. Þetta var þá líka það, sem Sundar
sjálfur gerði, og þar fékk hann þann styrk, sem ekkert annað
gat veitt, og sem kom til vegar afturhvarfi hans. »Væri það
ekki satt, að Jesús Kristur frelsar syndara, þá hefði eg haldið
áfrum að rífa í sundur biblíuna, en nú er hún mér heilög«.
Og á öðrum stað segir hann: »Eg er orðinn kristinn vegna
þess, að Kristur kom í heiminn til þess að frelsa syndara*.