Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 75

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 75
Prestafélagsritið. Sadhu Sundar Singh. 71 Syndin er ástand með manninum, sem verður ríkjandi er hann hafnar vilja Guðs og fer eftir eigin geðþótta. Hún á upptök sín í hjartanu, i spiltu hugarfari. Þar verður að leggja hana að velli. »1 þorpi nokkru bjó ung stúlka. Dag hvern sópaði hún niður kóngulóarvefnum í herbergi sínu. Einu sinni, er hún var að þessu, hugsaði hún með sjálfri sér og bað: »Drottinn, hreinsa þú hjarta mitt af allri synd, eins og eg nú hreinsa herbergi rnitt*. Þá heyrði hún rödd að ofan: »Dóttir mín, hvað stoðar það, þótt þú dag hvern sópir út kóngulóarvefn- um. Það er betra að útrýma kóngulónum, er spinna vefinn*. Þannig verður hjarta mannsins að vera sópað og prýtt, þá verða verk hans góð af sjálfu sér. Hjá Jesú Kristi fékk Sundar fyrirgefningu svndanna og náð- argjöf hjálpræðisins fyrir krossdauða hans. En þá gjöf guð- legrar náðar öðlaðist hann þá fyrst, er hann slepti öllu sjálfs- trausti. öllu trausti á eigin getu, og játaði sig sem syndara fyrir Guði. Því að Jesús er ekki kominn til þess að kalla réttláta, heldur syndara. Hann er eins og segulstálið, sem ekki dregur að sér glóandi gullið, eða skínandi silfrið, heldur ryðgaðan járnbútinn. Hann kemur aðeins til þeirra, er þarfn- ast hjálpar hans og þeim veitir hann fyrirgefningu syndanna. En samfara henni veitir hann manninum einnig hjálpræðið, sem er fólgið í nýju lífi, og auk þess kraft til þess að losa sig algerlega undan valdi syndarinnar. Eins og syndin var ástand með manninum, þar sem hið illa ræður, þannig er hjálpræðið einnig ástand með manninum, sem ríkt getur með honum þegar hér í lífi. Hjálpræðið er þátttaka í sjálfu hinu guðlega lífi, sem streymir inn í hjarta mannsins, fyrir bæna- samfélag við hinn upprisna drottin, sem sannfærir hann um fyrirgefningu syndanna og veitir honum þrótt til nýs og betra lífernis. Þá er himnaríki komið til mannsins þegar hér á jörð, eins og sá maður, sem lifir jarðnesku lífi sínu í viðjum synd- arinnar, nú þegar er í helvíti. Því að himnaríki og helvíti eru ekki ákveðnir staðir, sælustaður og kvalastaður, þar sem menn eiga að dvelja eftir dauðann, heldur tvær gagnólíkar tilverumvndir, tvennskonar ástand með manninum, sem á upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.